Innlent

Ögmundur vill að forstjórar fyrirtækja selji dýru jeppana og lækki laun sín

Stjórnvöld og fyrirtæki í landinu þurfa að bregðast við neikvæðum horfum í efnhagslífinu til að koma í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi. Þetta kom fram í viðtali Stöðvar 2 við formann Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.

Tæplega eitt þúsund manns hafa misst vinnuna í hópuppsögnum það sem af er þessu ári og rekstrarstaða íslenskra fyrirtæka hefur versnað verulega á þessu ári. Creditinfo á Íslandi spáir því nú að yfir þúsund fyriræki muni lenda í erfiðleikum eða gjaldþroti á næstu tólf mánuðum.

Samkvæmt spá vinnumálastofnunar bendir allt til þess að atvinnuleysi muni tvöfaldast á næstu mánuðum og mælast 2 prósent undir árslok.

Formaður BSRB segir að ástandið sé alvarlegt. Hann telur að ástæða sé til að hafa verulegar áhyggjur af framvindunni bæði á almennum vinnumarkaði vegna samdráttar. Jafnframt sé ástæða til að hafa áhyggjur af því sem komi til með að gerast hjá hinu opinbera.

Ögmundur gagnrýnir niðurskurð hjá opinberum stofnunum og telur brýnt að ríkið beini meiri fjármagni til stofnana og embætta til að koma í veg fyrir uppsagnir.

Ögmundur kallar ennfremur eftir ábyrgð forstjóra fyrirtækja og segir að þeir eigi að selja dýru bílana sína oga fara niður í tekjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×