Erlent

Of feitur til að deyja

Richard Cooey segist of feitur til að deyja.
Richard Cooey segist of feitur til að deyja.

Maður einn á dauðadeild í Ohio í Bandaríkjunum hefur tekið til nýstárlegra varna í áfrýjun sinni. Lögfræðingar hans segja að ekki sé hægt að taka hann af lífi vegna þess að hann sé of feitur.

Í Ohio eru menn teknir af lífi með eitursprautu og segja lögfræðingar að þyngd mannsins geri það að verkum að eitrið virki ekki sem skildi. Auk þess tekur maðurinn lyf við mígreni og segja læknar að lyfið dragi úr eitrunaráhrifunum og því myndi taka mun lengri tíma en ella að binda enda á líf hans.

Í þriðja lagi, segja lögfræðingarnir, er ógjörningur að finna æð á manninum og því ekki hægt að koma sprautunni fyrir. Maðurinn, sem er um 170 sentimetrar á hæð og rúm 130 kíló, var dæmdur til dauða fyrir að myrða tvær ungar konur árið 1986. Aftakan á að fara fram í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×