Innlent

Hlaup hafið í Skaftá

Hlaup er hafið í Skaftá, að því er fram kemur í upplýsingum frá Vatnamælingum Orkustofnunar. Rennsli árinnar við Sveinstind var um 280 m3/sek í morgun.

Almannavarnir ráðleggja fólki að vera ekki nálægt upptökum Skaftár vegna brennisteinsmengunar frá ánni. Upptök Skaftár eru úr Skaftárjökli í Vatnajökli austan við Langasjó.

„Ef verulega vex í ánni er hætta á að vatn flæði yfir veginn við Hólaskjól rétt við Eldgjá á Nyrðra fjallabaki," segir í tilkynningunni frá Almannavörnum og því bætt við að náið sé fylgst með framgangi hlaupsins.

Meðalrennsli árinnar er í kringum fimmtíu rúmmetrar á sekúndu við Sveinstind. Í Skaftárhlaupinu í ágúst 2005 var rennsli hennar um fjórtán hundruð rúmmetrar á sekúndu þegar mest var. Upptök Skaftár eru úr Skaftárjökli í Vatnajökli austan við Langasjó. Hlaup í Skaftá eru algeng og fylgir þeim stækur brennisteinsþefur. Þau eiga upptök sín í sigkötlum í Skaftárjökli.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×