Lífið

Isaac Hayes er látinn

Isaac Hayes var 65 ára að aldri.
Isaac Hayes var 65 ára að aldri.
Bandaríski Soul tónlistarmaðurinn og leikarinn Isaac Hayes fannst í dag látinn á heimili sínu í Tenessee í Bandaríkjunum. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir lögreglunni í borginni. Enn sem komið er hefur ekkert verið gefið uppi um orsakir andláts hans.

Hayes var fæddur árið 1942 og hóf ferill sinn í tónlist á sjöunda áratugnum. Hann er sennilega þekktastur fyrir að semja tónlistina við kvikmyndina Shaft árið 1971 en fyrir það hlaut hann Óskarsverðlaunin, fyrstur svartra manna til þess að hljóta náð hjá akademíunni fyrir eitthvað annað en leik.

Á síðari árum varð Hayes hins vegar þekktastur fyrir að ljá kokkinum í South Park sjónvarpsþáttunum rödd sína. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar höfundar þáttanna gerðu þátt sem hæddist að Scientology trúarbrögðunum sem Heyes aðhylltist ásamt fleiri stjörnum á borð við Tom Cruise og John Travolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.