Erlent

Feitum Dönum úthýst úr litlum kirkjum

Mynd/ Getty.
Mynd/ Getty.

Íturvaxnir Danir mega eiga vona á því að þeim verði úthýst úr sveitakirkjum þar í landinu áður en þeir leggjast til hinstu hvílu. Prestar í Danmörku hafa lýst áhyggjum sínum af því að nýlegar líkkistur sem eru sérhannaðar fyrir holdmikil lík séu svo breiðar að þær komist ekki í gegnum dyrnar á kirkjum sem hafi verið byggðar á miðöldum.

Poul Joachim Stender, sóknarprestur á Mið-Sjálandi, telur að vandamálið muni aukast í framtíðinni þar sem Danir séu sífellt að verða stærri og kraftmeiri. Inge Lise Petersen, formaður kirkjumálanefndar í Danmörku, segir að lausnin sé ekki fólgin í því að stækka dyrnar á kirkjunum. Það verði einfaldlega að leita í stórar kirkjur þegar íturvaxnir Danir eru jarðsettir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×