Núverandi ástand er mjög vont - Guðni útilokar ekki nýjan meirihluta Magnús Már Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2008 11:30 Guðni Ágústsson er formaður Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. ,,Það kann vel að vera að þar komi ýmislegt til greina. Í félagsmálum og pólitík á ekki að útiloka neitt. Menn verða að sýna festu og ábyrgð," segir Guðni. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur til þess í leiðara í Fréttablaðinu í dag að meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verði endurnýjað. Almannahagsmunir kalli á nýjan meirihluta. Sama stef var að finna á síðum Morgunblaðsins um helgina. ,,Þetta er í höndum borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins. Ég tel að núverandi ástand sé mjög vont fyrir borgina," segir Guðni. Í nýlegri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 kom fram að fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er 2,1%. Samkvæmt því myndi flokkurinn ekki ná inn neinum kjörnum fulltrúa. Guðni viðurkennir að könnunin hafi ekki verið góð fyrir flokkinn. ,,Kosningar eru annað en skoðanakönnun. Þetta segir okkur að við þurfum að fara yfir okkar mál." ,,Það er enn R-lista hugsun yfir þessu og Samfylkingin nær mjög miklu. Dagur var myndarlegur borgarstjóri í 100 daga og flokkurinn er að njóta þess. Óskar hefur staðið sig vel og ég hef fulla trú á því að hans tími komi," segir Guðni. Tengdar fréttir Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12. ágúst 2008 10:13 Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10. ágúst 2008 14:00 Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7. ágúst 2008 18:30 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. ,,Það kann vel að vera að þar komi ýmislegt til greina. Í félagsmálum og pólitík á ekki að útiloka neitt. Menn verða að sýna festu og ábyrgð," segir Guðni. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur til þess í leiðara í Fréttablaðinu í dag að meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verði endurnýjað. Almannahagsmunir kalli á nýjan meirihluta. Sama stef var að finna á síðum Morgunblaðsins um helgina. ,,Þetta er í höndum borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins. Ég tel að núverandi ástand sé mjög vont fyrir borgina," segir Guðni. Í nýlegri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 kom fram að fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er 2,1%. Samkvæmt því myndi flokkurinn ekki ná inn neinum kjörnum fulltrúa. Guðni viðurkennir að könnunin hafi ekki verið góð fyrir flokkinn. ,,Kosningar eru annað en skoðanakönnun. Þetta segir okkur að við þurfum að fara yfir okkar mál." ,,Það er enn R-lista hugsun yfir þessu og Samfylkingin nær mjög miklu. Dagur var myndarlegur borgarstjóri í 100 daga og flokkurinn er að njóta þess. Óskar hefur staðið sig vel og ég hef fulla trú á því að hans tími komi," segir Guðni.
Tengdar fréttir Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12. ágúst 2008 10:13 Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10. ágúst 2008 14:00 Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7. ágúst 2008 18:30 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12. ágúst 2008 10:13
Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10. ágúst 2008 14:00
Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7. ágúst 2008 18:30