Viðskipti innlent

Árni: Takmörk fyrir því hvað hægt sé að leggja á skattborgarana

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði í ítarlegu viðtali við Sindra Sindrason í þættinum Ísland í dag í kvöld að það séu takmörk fyrir því hvað leggja eigi á skattborgarana til að auka gjaldeyrisforðann svo hægt verði að bjarga ákveðnum aðilum sem hafi farið óvarlega á mörkuðum úr klípu.

Í viðtalinu talar Árni einnig um að lán verði tekið til að auka gjaldeyrisforða landsins enn frekar en hvenær og hversu mikið vildi hann ekki segja til um.

Þá útilokar Árni í viðtalinu að hann setjist í forstjórastól Landsvirkjunar.















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×