Segir samstarf við Ólaf ekki mistök 13. ágúst 2008 12:20 Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta. Staða Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra veikist nú með hverjum deginum sem líður. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi í óformlegum viðræðum og samkvæmt heimildum fréttastofu voru þreifingar í gangi milli flokkanna í morgun en þær eru enn sem komið er á byrjunarstigi. Ekki hefur náðst í oddvita borgarstjórnarflokkanna í dag en Dagur B. Eggertsson sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að mikil samstaða væri meðal minnihlutans. Hann treysti sér þó ekki til að spá fyrir um framhaldið en sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn örvæntingafullur vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum og útspil þeirra nú væri að skrifa nýjan fréttafarsa. Aðspurður segist hann ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum í borginni og að ólíkt Sjálfstæðismönnum væri Samfylkingarfólk ekki að fara á taugum. Kannast ekki við þreifingar Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki kannast við þreifingar í borgarmálunum og segist treysta oddvita flokksins fyrir þessum málum. Aðspurður um það hvort þreifingar væru á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sagði Geir: „Það mál er auðvitað á vettvangi borgarfulltrúanna undir forystu Hönnu Birnu og ég get ekki svarað þér þessari spurningu," sagði Geir við fréttamann Stöðvar 2. Spurður hvort hann og Hanna Birna hafi rætt málið svaraði Geir því til að þau ræddust við reglulega. Þá var hann inntur eftir því hvort hann sem formaður ætti ekki að vita ef slíkar þreifingar ættu sér stað og þá svaraði Geir: „Mér er ekki kunnugt um neinar beinar þreifingar í þessu máli." Geir sagði aðspurður að staða flokksins í borginni samkvæmt skoðanakönnunum væri óviðunandi og borgarfulltrúarnir gerðu sér grein fyrir því. „Ég er alveg viss um að Hanna Birna og hennar samstarfsmenn munu rífa upp þetta fylgi áður en mjög langt um líður," segir Geir. Forsætisráðherra telur ekki að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússon hafi verið mistök og hann viti ekki betur en að það samstarf hafi í aðalatriðum gengið vel og gangi vel. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta. Staða Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra veikist nú með hverjum deginum sem líður. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi í óformlegum viðræðum og samkvæmt heimildum fréttastofu voru þreifingar í gangi milli flokkanna í morgun en þær eru enn sem komið er á byrjunarstigi. Ekki hefur náðst í oddvita borgarstjórnarflokkanna í dag en Dagur B. Eggertsson sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að mikil samstaða væri meðal minnihlutans. Hann treysti sér þó ekki til að spá fyrir um framhaldið en sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn örvæntingafullur vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum og útspil þeirra nú væri að skrifa nýjan fréttafarsa. Aðspurður segist hann ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum í borginni og að ólíkt Sjálfstæðismönnum væri Samfylkingarfólk ekki að fara á taugum. Kannast ekki við þreifingar Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki kannast við þreifingar í borgarmálunum og segist treysta oddvita flokksins fyrir þessum málum. Aðspurður um það hvort þreifingar væru á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sagði Geir: „Það mál er auðvitað á vettvangi borgarfulltrúanna undir forystu Hönnu Birnu og ég get ekki svarað þér þessari spurningu," sagði Geir við fréttamann Stöðvar 2. Spurður hvort hann og Hanna Birna hafi rætt málið svaraði Geir því til að þau ræddust við reglulega. Þá var hann inntur eftir því hvort hann sem formaður ætti ekki að vita ef slíkar þreifingar ættu sér stað og þá svaraði Geir: „Mér er ekki kunnugt um neinar beinar þreifingar í þessu máli." Geir sagði aðspurður að staða flokksins í borginni samkvæmt skoðanakönnunum væri óviðunandi og borgarfulltrúarnir gerðu sér grein fyrir því. „Ég er alveg viss um að Hanna Birna og hennar samstarfsmenn munu rífa upp þetta fylgi áður en mjög langt um líður," segir Geir. Forsætisráðherra telur ekki að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússon hafi verið mistök og hann viti ekki betur en að það samstarf hafi í aðalatriðum gengið vel og gangi vel.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira