Innlent

Marsibil: Held að enginn vilji eða geti unnið með Ólafi

Marsibil Sæmundardóttir
Marsibil Sæmundardóttir

Marsibil Sæmundardóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir það óhugsandi að Framsóknarflokkurinn muni vinna með Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra í mögulegu meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks, F-lista og Framsóknar.

„Ég held að það vilji enginn eða geti unnið með Ólafi," segir Marsibil í samtali við Vísi. Aðspurð hvort hún útiloki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn einan segist Marsibil ekki vilja tjá sig um það á þessari stundu.






Tengdar fréttir

Dagur: Mikil örvænting hjá Sjálfstæðisflokknum

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×