Innlent

Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig

Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum.

„Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég verð að fylgja minni sannfæringu. Óskar er ógeðslega fúll út í mig og hann skilur ekki mína afstöðu. Það er hins vegar fullt af fólki sem styður mig. Auðvitað eru margir í Framsóknarflokknum óánægðir með mig en en ég get ekki tekið ákvarðanir gegn minni sannfæringu út frá því," segir Marsibil.

Aðspurð um hvernig hún muni starfa utan meirihlutans segir hún að það eigi eftir að koma í ljós. „Ég veit ekki enn hvernig þetta verður. Ég stefni að því að starfa áfram. Ég mun ekki reyna að sprengja þetta meirihlutasamstarf þótt ég sé ekki með í því þá væri ég í raun og veru að skrifa undir þau vinnubrögð sem Sjálfstæðiflokkurinn hefur stundað og ég hef óbeit á," segir Marsibil.

Hún fer á fund með framsóknarmönnum nú í hádeginu og hlakkar ekkert sérstaklega til þess fundar. Hún mun síðan ræða við sitt fólk í framhaldinu.












Tengdar fréttir

Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á.

Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn

Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta.

Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann

Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×