Innlent

Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta

Óskar Bergsson ræðir við fjölmiðla í Ráðhúsinu í gærkvöld.
Óskar Bergsson ræðir við fjölmiðla í Ráðhúsinu í gærkvöld. MYND/Anton

Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag.

Þar segir einnig að hún hafi gert Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa flokksins, grein fyrir því í gær. Marsibil segist þó áfram starfa sem varaborgarfulltrúi en óráðið sé hvort það verði fyrir Framsóknarflokkinn eða ekki.

Óskar Bergsson sagði í gærkvöld þegar tilkynnt var um nýjan meirihluta að hann ætti eftir að klára að ræða við Marsibil Sæmundardóttur um tíðindin í borginni og myndi hitta hana í dag.

Staða mála virðist því svipuð og við myndun fráfarandi meirihluta. Þá studdi Magrét Sverrisdóttir, varaborgafulltrúi F-listans, ekki stamstarf Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×