Innlent

Hafna bakdyradúetti framsóknar og sjálfstæðismanna

Guðrún Birna le Sage de Fontenay er formaður Hallveigar - ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Guðrún Birna le Sage de Fontenay er formaður Hallveigar - ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

Hallveig - ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, hafnar nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni og telur félagið að Reykvíkingar séu sama sinnis. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Hallveig bendir á að í síðustu kosningum fengu þessir flokkar aðeins um 48% atkvæða. Nú mælast þeir með innan við 29% fylgi og að auki hafi hin upphafalega forystusveit flokkanna tvístrast. ,,Tveir efstu menn úr prófkjöri Framsóknarflokksins hafa yfirgefið borgarmálin og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins getur ekki stjórnað sjálfum sér, hvað þá borginni," segir í ályktuninni.

Félagið segir að Óskar Bergsson, verðandi formaður borgarráðs, hafi nú innan við tvö prósent borgarbúa á bak við sig. ,,Hallveig vill rifja upp að hann á sér sögu sem pólitíkus eigin valda frekar en fólksins. Hann sat beggja vegna borðsins fyrr á kjörtímabilinu, sem formaður framkvæmdaráðs og á sama tíma sem fulltrúi Faxaflóahafna í hagsmunagæslu gagnvart sjálfum sér."

Nýr meirihluti er engu traustari en fráfarandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista, að mati Hallveigar ,,Ábyrgðarhluti Sjálfstæðisflokks er ekki minni en hann myndar nú á ný meirihluta eftir viðræður við einn mann, án þess að hirða um hvort hann hafi stuðning næsta varamanns síns."




Tengdar fréttir

Nýr meirihluti er uppvakningur

Formaður Samfylkingar kallar nýjan meirihluta í borgarstjórn uppvakning og segir myndun hans harmleik. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist hins vegar ánægður með meirihlutann.

Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta

Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag.

Hræringar hafa laskað Sjálfstæðisflokkinn að ákveðnu leyti

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokkinn, telur að hræringar undanfarinna missera í borgarstjórn hafi laskað flokkinn að ákveðnu leyti, eins og hún orðar það í samtali við fréttamann Stöðvar 2.

Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á.

Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig

Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum.

Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn

Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta.

Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann

Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×