Fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna gagnrýnir Gísla harðlega Andri Ólafsson skrifar 18. ágúst 2008 16:27 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa harðlega fyrir að ætla að sinna borgarfulltrúastörfum frá Edinborg. Gísli ætlar að nema borgarfræði í háskólanum við Edinborg næsta vetur en hyggst fljúga heim til Íslands tvisvar í mánuði til þess að sækja borgarstjórnarfundi. Sveinn Andri segir að Gísli ætti að taka sér leyfi á meðan hann stundar námið svo hægt sé að kalla inn varamann sem gæti sinnt borgarfulltrúastarfinu af fullum krafti. Hann segir að margir sjálfstæðismenn í borginni séu afar óánægðir með ákvörðun Gísla. "Menn eru orðlausir," segir Sveinn. "Það eru 14 ár síðan ég var borgarfulltrúi og á þeim tíma var þetta nánast fullt starf. Eins og málin hafa þróast þá hefur borgarfulltrúa starfið sífellt orðið umfangsmeira." "Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er mun meira á bakvið þetta starf en tveir fundir í mánuði. Á hverjum fundi eru fjölmörg mál á dagskrá sem krefjast mikils undirbúnings. Það eru viðtöl, undirbúningsfundir, símtöl og fleira. Ef menn geta ekki sinnt þessu með góðu móti eiga menn að víkja og leyfa öðrum að spreyta sig," segir Sveinn Andri. Hann segist treysta því að borgarstjórnaflokkur sjálfstæðismanns "vindi ofan þessari hugmynd". "Auðvitað er það fagnaðarefni ef menn vilja ljúka námi. En menn verða að hugsa þetta í víðara samhengi. Gísli Marteinn var ekki kosinn í borgarstjórn til þess að sinna þessu starfi með hangandi hendi frá Edinborg. Auðvitað geta aðstæður manna breyst. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og allt það. En til þess eru borgarfulltúar einmitt með varamenn." "Það sem stendur upp úr í þessu máli er að Gísli virðist ætlast til þess að borgarbúar borgi háskólanámið hans. Og það líst mér illa á," segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa harðlega fyrir að ætla að sinna borgarfulltrúastörfum frá Edinborg. Gísli ætlar að nema borgarfræði í háskólanum við Edinborg næsta vetur en hyggst fljúga heim til Íslands tvisvar í mánuði til þess að sækja borgarstjórnarfundi. Sveinn Andri segir að Gísli ætti að taka sér leyfi á meðan hann stundar námið svo hægt sé að kalla inn varamann sem gæti sinnt borgarfulltrúastarfinu af fullum krafti. Hann segir að margir sjálfstæðismenn í borginni séu afar óánægðir með ákvörðun Gísla. "Menn eru orðlausir," segir Sveinn. "Það eru 14 ár síðan ég var borgarfulltrúi og á þeim tíma var þetta nánast fullt starf. Eins og málin hafa þróast þá hefur borgarfulltrúa starfið sífellt orðið umfangsmeira." "Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er mun meira á bakvið þetta starf en tveir fundir í mánuði. Á hverjum fundi eru fjölmörg mál á dagskrá sem krefjast mikils undirbúnings. Það eru viðtöl, undirbúningsfundir, símtöl og fleira. Ef menn geta ekki sinnt þessu með góðu móti eiga menn að víkja og leyfa öðrum að spreyta sig," segir Sveinn Andri. Hann segist treysta því að borgarstjórnaflokkur sjálfstæðismanns "vindi ofan þessari hugmynd". "Auðvitað er það fagnaðarefni ef menn vilja ljúka námi. En menn verða að hugsa þetta í víðara samhengi. Gísli Marteinn var ekki kosinn í borgarstjórn til þess að sinna þessu starfi með hangandi hendi frá Edinborg. Auðvitað geta aðstæður manna breyst. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og allt það. En til þess eru borgarfulltúar einmitt með varamenn." "Það sem stendur upp úr í þessu máli er að Gísli virðist ætlast til þess að borgarbúar borgi háskólanámið hans. Og það líst mér illa á," segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira