Fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna gagnrýnir Gísla harðlega Andri Ólafsson skrifar 18. ágúst 2008 16:27 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa harðlega fyrir að ætla að sinna borgarfulltrúastörfum frá Edinborg. Gísli ætlar að nema borgarfræði í háskólanum við Edinborg næsta vetur en hyggst fljúga heim til Íslands tvisvar í mánuði til þess að sækja borgarstjórnarfundi. Sveinn Andri segir að Gísli ætti að taka sér leyfi á meðan hann stundar námið svo hægt sé að kalla inn varamann sem gæti sinnt borgarfulltrúastarfinu af fullum krafti. Hann segir að margir sjálfstæðismenn í borginni séu afar óánægðir með ákvörðun Gísla. "Menn eru orðlausir," segir Sveinn. "Það eru 14 ár síðan ég var borgarfulltrúi og á þeim tíma var þetta nánast fullt starf. Eins og málin hafa þróast þá hefur borgarfulltrúa starfið sífellt orðið umfangsmeira." "Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er mun meira á bakvið þetta starf en tveir fundir í mánuði. Á hverjum fundi eru fjölmörg mál á dagskrá sem krefjast mikils undirbúnings. Það eru viðtöl, undirbúningsfundir, símtöl og fleira. Ef menn geta ekki sinnt þessu með góðu móti eiga menn að víkja og leyfa öðrum að spreyta sig," segir Sveinn Andri. Hann segist treysta því að borgarstjórnaflokkur sjálfstæðismanns "vindi ofan þessari hugmynd". "Auðvitað er það fagnaðarefni ef menn vilja ljúka námi. En menn verða að hugsa þetta í víðara samhengi. Gísli Marteinn var ekki kosinn í borgarstjórn til þess að sinna þessu starfi með hangandi hendi frá Edinborg. Auðvitað geta aðstæður manna breyst. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og allt það. En til þess eru borgarfulltúar einmitt með varamenn." "Það sem stendur upp úr í þessu máli er að Gísli virðist ætlast til þess að borgarbúar borgi háskólanámið hans. Og það líst mér illa á," segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa harðlega fyrir að ætla að sinna borgarfulltrúastörfum frá Edinborg. Gísli ætlar að nema borgarfræði í háskólanum við Edinborg næsta vetur en hyggst fljúga heim til Íslands tvisvar í mánuði til þess að sækja borgarstjórnarfundi. Sveinn Andri segir að Gísli ætti að taka sér leyfi á meðan hann stundar námið svo hægt sé að kalla inn varamann sem gæti sinnt borgarfulltrúastarfinu af fullum krafti. Hann segir að margir sjálfstæðismenn í borginni séu afar óánægðir með ákvörðun Gísla. "Menn eru orðlausir," segir Sveinn. "Það eru 14 ár síðan ég var borgarfulltrúi og á þeim tíma var þetta nánast fullt starf. Eins og málin hafa þróast þá hefur borgarfulltrúa starfið sífellt orðið umfangsmeira." "Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er mun meira á bakvið þetta starf en tveir fundir í mánuði. Á hverjum fundi eru fjölmörg mál á dagskrá sem krefjast mikils undirbúnings. Það eru viðtöl, undirbúningsfundir, símtöl og fleira. Ef menn geta ekki sinnt þessu með góðu móti eiga menn að víkja og leyfa öðrum að spreyta sig," segir Sveinn Andri. Hann segist treysta því að borgarstjórnaflokkur sjálfstæðismanns "vindi ofan þessari hugmynd". "Auðvitað er það fagnaðarefni ef menn vilja ljúka námi. En menn verða að hugsa þetta í víðara samhengi. Gísli Marteinn var ekki kosinn í borgarstjórn til þess að sinna þessu starfi með hangandi hendi frá Edinborg. Auðvitað geta aðstæður manna breyst. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og allt það. En til þess eru borgarfulltúar einmitt með varamenn." "Það sem stendur upp úr í þessu máli er að Gísli virðist ætlast til þess að borgarbúar borgi háskólanámið hans. Og það líst mér illa á," segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira