Innlent

Ekkert spurst til týndrar dóttur

Helen Halldórsdóttir leitar enn fimmtán ára gamallar dóttur sinnar sem hún hefur ekki séð síðan á föstudag. Vísir sagði frá leit Helenar á mánudaginn en ekkert hefur frést til stúlkunnar sem heitir Sara Dögg. Hún er ljóshærð, um 155 sm á hæð og var klædd í gráa hettupeysu, ljósar gallabuxur og ljósbrún loðstígvél.

„Ég er búin að fá nóg. Hún þarf að fá hjálp stúlkan. Hún er í afar slæmum félagsskap og ég vil koma henni í neyðarvistun inn á Stuðla," sagði Helen áhyggjufull í samtali við Vísi á mánudaginn. Dóttir hennar hefur áður látið sig hverfa fyrir skömmu og var þá týnd í tvo sólarhringa.

"Ég gaf lögreglunni og barnaverndarnefnd upp heimilisfangið þar sem hún dvaldi um síðustu helgi en ekkert var gert. Lögreglan vísar á barnaverndarnefnd sem vill ekkert gera í málinu strax. Lögreglan hefur úrræði til að koma henni í neyðarvistun á Stuðla og það er það sem ég vil. Ég ætla ekki að horfa á eftir stúlkunni inn í heim harðra fíkniefna," sagði Helen við Vísi.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um Söru Dögg eru beðnir um að hafa samband við Vísi á netfangið ritstjorn@visir.is eða í síma 512-5200.










Tengdar fréttir

Móðir lýsir eftir dóttur sinni - vill að lögreglan finni hana

Helen Halldórsdóttir hefur ekki séð fimmtán ára dóttur sína síðan á föstudaginn. Hún segir lögregluna alltaf vísa á barnaverndarnefnd. Dóttir hennar, sem heitir Sara Dögg er fimmtán ára, ljóshærð, um 155 sm á hæð og var klædd í gráa hettupeysu, ljósar gallabuxur og ljósbrún loðstígvél.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×