Innlent

Hanna Birna tekur við lyklavöldum í Ráðhúsinu

Hanna Birna tekur við lyklunum að borgarstjórnarskrifstofunni úr höndum Ólafs.
Hanna Birna tekur við lyklunum að borgarstjórnarskrifstofunni úr höndum Ólafs. MYND/Stöð 2

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri tók við lyklunum að skrifstofu borgarstjóra úr höndum Ólafs F. Magnússonar, fráfarandi borgarstjóra, skömmu eftir hádegi í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni að Ólafur hafi við afhendinguna sagt að sér hefði liðið vel á þessari skrifstofu og átt gott samstarf við starfsfólk. Hanna Birna sagði að hún hlakkaði til að takast á við verkefnið og óskaði Ólafi F. Magnússyni farsældar í störfum sínum í framtíðinni.

Hanna Birna er fjórða konan sem gegnir embætti borgarstjóra. Sú fyrsta var Auður Auðuns, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sú önnur og Steinunn Valdís Óskarsdóttir sú þriðja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×