Innlent

Svandís: Einkavinavæðing Óskars

Borgarfulltrúar minnihlutans furða sig á ákvörðun meirihlutans að skipa Guðlaug G. Sverrisson sem stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur. Enn eitt dæmið um einkavinavæðingu Framsóknarflokksins segir oddviti Vinstri grænna.

Skipun Guðlaugs vakti nokkra undrun meðal borgarfulltrúanna, enda hafði nafn hans hvergi borið á góma í tengslum við embættisveitingar hins nýja meirihluta. Guðlaugur hefur undanfarið gegnt starfi verkefnisstjóra hjá Úrvinnslusjóði og var hann skipaður af Siv Friðleifsdóttur þáverandi umhverfisráðherra. Hann skipaði 18. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu alþingiskosningum auk þess sem hann er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur. Oddviti Vinstri Grænna segir skipunina lykta af einkavinavæðingu.

Svandís segist ekki vita til þess að Guðlaugur hafi sérþekkingu á sviði orkumála. Fyrri stjórnarformenn hafa heldur ekki haft slíka þekkingu en Svandís segir mun þar á.

Ekki náðist í Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×