Innlent

Láta líflátshótun ekkert á sig fá

Heimir Hallgrímsson, þjálfari meistaraflokks ÍBV.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari meistaraflokks ÍBV.

Eyjamenn virðast taka því með stóískri ró þótt nokkrum mönnum sem tengjast ÍBV hafi borist líflátshótun eftir að liðið tapaði fyrir KA í fyrstu deild í íslensku knattspyrnunni. Hótunin barst frá Tyrkja sem segist hafa tapað 37 þúsund bandaríkjadollurum, eða tæpum þremur milljónum íslenskra króna, á því að hafa veðjað á liðið í keppninni.

Þegar Vísir hafði samband við Heimi Hallgrímsson, þjálfara ÍBV, sagðist hann ekki vita til þess að honum hafi borist bréfið. Hann sagði hins vegar að fyrstu viðbrögð hans þegar hann frétti af þessu hefði verið að hlægja.

Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, var jafnframt léttur í lundu þegar Vísir spurði hann út í málið. Hann sagðist hafa heyrt að töluvert væri um það að menn úti í hinum stóra heimi, einkum í Asíu, veðjuðu á leiki á Íslandi. Textalýsingar frá leikjunum séu skrifaðar á ensku og birtar á Netinu og þannig geti menn fylgst með. „En ég vona að menn séu ekki að leggja mörg hundruð þúsund krónur eða jafnvel milljónir undir," segir Sigursveinn.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×