Innlent

Ístak og Pósthúsið segja upp hundruðum manna

Vinnumálastofnun bárust í dag tvær tilkynningar um hópuppsagnir. Annars vegar er um að ræða Pósthúsið ehf, sem sér meðal annars um dreifingu á Fréttablaðinu, en þar verður 129 blaðberum sagt upp störfum. 600 manns starfa hjá fyrirtækinu. Hins vegar er um að ræða uppsagnir hjá Ístak en þar er ráðgert að segja upp 2-300 starfsmönnum.

Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnumálasviðs, segir að Pósthúsið hafi gefið þær skýringar að félagið eigi í rekstarörðugleikum auk þess sem verið sé að vinna að endurskipulagningu. Starfsmenn Ístak sem missa vinnuna hafa annarsvegar unnið á virkjunarsvæðinu að Kárahnjúkum og hinsvegar við breikkun Reykjanesbrautar. Að sögn Karls liggur ekki fyrir hve mörgum verði sagt upp nákvæmlega, en gert er ráð fyrir að segja upp 100 til 150 manns á hvorum staðnum í ljósi þess að verkefnunum er að ljúka og önnur hafi ekki bæst við í staðinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×