Árni á meðal stofnfjáreigenda í Byr - gefur ekki upp hve stór hluturinn er 29. ágúst 2008 18:01 Árni Mathiesen, fjármálaráðherra. MYND/GVA Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Þetta staðfestir Árni í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki gefa upp hve stór hluturinn er, né hvenær hann keypti hann. Hann segist þó ekki hafa átt hann ýkja lengi. Árni seldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar sumarið 2005 og fékk hann fyrir þá hluti fimmtíu milljónir króna. Á þeim tíma sagði Árni í viðtali við Blaðið að þeir tímar væru liðnir að stjórnmálamenn ættu að vera að skipta sér af fjármálastofnunum. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði Vélstjóra og úr varð Byr. Árni segir himinn og haf á milli þess að eiga í Byr og SPH. „Það er mjög mikill munur á því að vera stofnfjáraðili í Byr, sem er með 500 stofnfjáraðila og tekur yfir mjög mörg svæði á landinu, auk þess sem ég er algjörlega óvirkur stofnfjáraðili, eða því að vera stofnfjáraðili í SPH þar sem voru innan við 50 stofnfjáraðilar. Þar var ég mjög virkur, mætti á næstum því alla aðalfundi og tók til máls á þeim flestum. Það er bara himinn og haf þarna á milli," segir Árni. Í viðtali við Blaðið þann fjórtánda september 2005 sagði Árni aðspurður hvers vegna hann hafi selt í SPH á sínum tíma: „Ég tel að þeir tímar séu liðnir að stjórnmálamenn eigi að vera að skipta sér af fjármálastofnunum." Aðspurður hvort þessi ummæli stangist ekki á við stofnfjáreign í Byr segir Árni svo ekki vera. „Þegar ég segi að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að skipta sér af fjármálastofnunum þýðir það ekki að þeir megi ekki fjárfesta. Það getur þó auðvitað skapað erfiðleika eins og kemur upp í þessu dæmi, en þá gæti ég þess að skipta mér ekki af," segir Árni og vísar til þess að á dögunum lýsti hann sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses, á grundvelli þess að hann væri á meðal stofnfjáreigenda. Hann bendir einnig á að ef stjórnmálamenn sem hyggðu á fjárfestingar mættu ekki fjárfesta í fjármálafyrirtækjum væri ekki um auðugan garð að gresja þar sem Kauphöllin hér á landi samanstandi að mestu af fjármálafyrirtækjum. Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann. Fjármálaráðherrann vill heldur ekki gefa upp hver stóran hlut hann á í félaginu og segir það vera einkamál. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Þetta staðfestir Árni í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki gefa upp hve stór hluturinn er, né hvenær hann keypti hann. Hann segist þó ekki hafa átt hann ýkja lengi. Árni seldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar sumarið 2005 og fékk hann fyrir þá hluti fimmtíu milljónir króna. Á þeim tíma sagði Árni í viðtali við Blaðið að þeir tímar væru liðnir að stjórnmálamenn ættu að vera að skipta sér af fjármálastofnunum. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði Vélstjóra og úr varð Byr. Árni segir himinn og haf á milli þess að eiga í Byr og SPH. „Það er mjög mikill munur á því að vera stofnfjáraðili í Byr, sem er með 500 stofnfjáraðila og tekur yfir mjög mörg svæði á landinu, auk þess sem ég er algjörlega óvirkur stofnfjáraðili, eða því að vera stofnfjáraðili í SPH þar sem voru innan við 50 stofnfjáraðilar. Þar var ég mjög virkur, mætti á næstum því alla aðalfundi og tók til máls á þeim flestum. Það er bara himinn og haf þarna á milli," segir Árni. Í viðtali við Blaðið þann fjórtánda september 2005 sagði Árni aðspurður hvers vegna hann hafi selt í SPH á sínum tíma: „Ég tel að þeir tímar séu liðnir að stjórnmálamenn eigi að vera að skipta sér af fjármálastofnunum." Aðspurður hvort þessi ummæli stangist ekki á við stofnfjáreign í Byr segir Árni svo ekki vera. „Þegar ég segi að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að skipta sér af fjármálastofnunum þýðir það ekki að þeir megi ekki fjárfesta. Það getur þó auðvitað skapað erfiðleika eins og kemur upp í þessu dæmi, en þá gæti ég þess að skipta mér ekki af," segir Árni og vísar til þess að á dögunum lýsti hann sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses, á grundvelli þess að hann væri á meðal stofnfjáreigenda. Hann bendir einnig á að ef stjórnmálamenn sem hyggðu á fjárfestingar mættu ekki fjárfesta í fjármálafyrirtækjum væri ekki um auðugan garð að gresja þar sem Kauphöllin hér á landi samanstandi að mestu af fjármálafyrirtækjum. Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann. Fjármálaráðherrann vill heldur ekki gefa upp hver stóran hlut hann á í félaginu og segir það vera einkamál.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira