Innlent

Gjaldeyrisvaraforðinn styrktur um 30,5 milljarða

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að yfirvegaðar aðgerðir séu mikilvægari en upphrópanir. Alþingi koman saman að nýju í dag eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál var eina málið á dagskrá. Í ræðunni tilkynnti Geir að ríkisstjórnin hyggist taka 250 milljóna evru lán til þess að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.

250 milljónir evra jafngilda um 30,5 milljörðum íslenskra króna. Ennfremur kom fram í máli hans að lánið byðist á mun betri kjörum en skuldatryggingaálag íslenska ríkisins gefi tilefni til að ætla. Að mati Geirs sýnir það hve skuldatryggingaálög í hinu alþjóðlega fjármálakerfi geti verið fjarri raunveruleikanum.

Geir sagði það krefjast þolinmæði og þrautseigju að vinna á núverandi vanda og landsmenn þyrfi að búa sig undir tímabundnar fórnir og minnkandi kaupmátt. Í verðbólgu væri fátt skynsamlegra en að borga niður skuldir. Geir sagði ekkert vera mikilvægra en að kveða niður verðbólgudrauginn.

Ennfremur sagði Geir að efnahagsvandinn væri tvíþættur. Annars vegar hefðbundinn í kjölfar mikils uppvaxtar hér á landi og hinsvegar alþjóðlegur vegna húsnæðiskreppunnar í Bandaríkjunum. Til viðbótar hafi heimurinn þurft að horfa á hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu.

Íslendingar hafa aldrei verið eins vel í stakk búin til að standast ágjöf í efnahagslífinu, að mati Geirs. Uppgangstíminn hafi verið notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, safna í digra sjóði og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og um leið verðmætasköpun hér á landi.

Geir H. Haarde verður í viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld.




















Tengdar fréttir

Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál.

Ingibjörg: „Lítið hald í hávaðanum“

Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum“ og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir.

Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×