Innlent

Ákærð 10-11 lögga enn við störf

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Lögreglumaðurinn sem réðst á pilt í apríl síðastliðnum er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns.

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að gefa út ákæru á hendur manninum. Á myndskeiði á vefnum YouTube sést maðurinn taka ungan pilt kverkataki í verslun 10-11 í Grímsbæ. Geir Jón sagði í samtali við Vísi að það væri alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að taka ákvörðun um hvort manninum verði vikið úr starfi.

Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að búið sé að kalla eftir gögnum frá Ríkissaksóknara vegna málsins. Ákvörðun verði tekin um framtíð lögregluþjónsins eftir að búið verður að fara yfir þau gögn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×