Enski boltinn

Gerrard ekki með gegn United

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gerrard þurfti að draga sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla sinna.
Gerrard þurfti að draga sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla sinna.

Miðjumaðurinn Steven Gerrard hjá Liverpool segir það ljóst að hann geti ekki spilað í leiknum gegn Manchester United sem verður á laugardaginn. Hann er að jafna sig eftir aðgerð vegna meiðsla sem hann hefur verið að glíma við.

Leikurinn er of snemma fyrir Gerrard. Þá eru ekki miklar líkur á því að spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres verði klár í slaginn en hann fór meiddur af velli gegn Aston Villa fyrir rúmri viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×