Innlent

Ráðherra hótar fjármálafyrirtækjum sektum

Fjármálafyrirtæki eru enn að innheimti seðilgjöld þrátt fyrir að þau séu ólögleg. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hótar sektum.

Fjármálafyrirtæki eiga ekki að innheimta seðilgjöld nema fyrir liggi samþykki neytenda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um heimildir fjármálafyrirtækja til innheimtu sem viðskiptaráðherra skipaði á síðasta ári.

Í kjölfar skýrslu starfshópsins beindi viðskiptaráðherra þeim tilmælum fjármálafyrirtækja að þau skyldu fella niður seðilgjöld.

Neytendasamtökin vilja að viðskiptaráðherra beiti sér fyrir lagabreytingu til að taka af öll tvímæli hvað varðar heimildir um töku seðilgjalda.

Ráðherra segir hins vegar að lögin séu skýr og stjórnvaldssektum verði beitt haldi fjármálafyrirtæki áfram að rukka seðilgjöld.


























Fleiri fréttir

Sjá meira


×