Stefán Karl hættur í Latabæ Höskuldur Daði Magnússon skrifar 14. september 2008 08:00 Stefán Karl Stefánsson er hættur í Latabæ. Hann leikur næst Trölla í Þegar Trölli stal jólunum. Ljósmynd/Matthías Árni „Þetta hafa verið einhver skemmtilegustu ár ævi minnar og reynslan hefur verið ómetanleg. Sem leikara og listamanni fannst mér hins vegar nóg komið af sælgætisáti og prakkarastrikum og tel rétt að hleypa öðrum að,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari sem hefur formlega sagt upp störfum í Latabæ. Stefán Karl hefur sem kunnugt er farið með hlutverk Glanna glæps í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Hann segir að þetta hafi verið erfið ákvörðun að taka. „Já, ég kveð Latabæjarfjölskylduna með miklum söknuði.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hafa Stefán Karl og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eiginkona hans nú fengið græna kortið sem veitir þeim rétt á fullri atvinnu í Bandaríkjunum. Þar hafa þau verið búsett síðustu fjögur árin og nú hafa þau komið sér vel fyrir í San Diego. Næsta verkefni sem Stefán Karl hyggst einbeita sér að er söngleikurinn Þegar Trölli stal jólunum (How the Grinch Stole Christmas). Söngleikurinn er hugarsmíð Tony-verðlaunahafans Jacks O’Brien og hefur verið sýndur á Broadway undanfarin tvö ár. „Framleiðendurnir ákváðu að endurnýja leikarahópinn og báðu mig að taka að mér hlutverk Trölla sjálfs. Ég tók því með mikilli gleði,“ segir Stefán Karl. Hann segir að söngleikurinn sé alfarið byggður á sögunni þekktu sem Dr. Seuss skrifaði og myndskreytti. Stefán Karl stígur fyrst á svið sem Trölli í nóvember. Þá verður söngleikurinn sýndur í The Hippodrome Theater í Baltimore. Í desember verður svo sýnt í The Wang Theater í Boston. Stefán Karl fær svo að reyna sig á sviði á Broadway í New York næsta haust. Stefán Karl getur ekki leynt því að hann er spenntur fyrir þessu nýja hlutverki: „Þetta er mikil upphefð fyrir mig sem leikara enda ekki á hverjum degi sem útlendingur er ráðinn til að leika í klassísku amerísku verki sem sett er upp á Broadway.“ Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
„Þetta hafa verið einhver skemmtilegustu ár ævi minnar og reynslan hefur verið ómetanleg. Sem leikara og listamanni fannst mér hins vegar nóg komið af sælgætisáti og prakkarastrikum og tel rétt að hleypa öðrum að,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari sem hefur formlega sagt upp störfum í Latabæ. Stefán Karl hefur sem kunnugt er farið með hlutverk Glanna glæps í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Hann segir að þetta hafi verið erfið ákvörðun að taka. „Já, ég kveð Latabæjarfjölskylduna með miklum söknuði.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hafa Stefán Karl og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eiginkona hans nú fengið græna kortið sem veitir þeim rétt á fullri atvinnu í Bandaríkjunum. Þar hafa þau verið búsett síðustu fjögur árin og nú hafa þau komið sér vel fyrir í San Diego. Næsta verkefni sem Stefán Karl hyggst einbeita sér að er söngleikurinn Þegar Trölli stal jólunum (How the Grinch Stole Christmas). Söngleikurinn er hugarsmíð Tony-verðlaunahafans Jacks O’Brien og hefur verið sýndur á Broadway undanfarin tvö ár. „Framleiðendurnir ákváðu að endurnýja leikarahópinn og báðu mig að taka að mér hlutverk Trölla sjálfs. Ég tók því með mikilli gleði,“ segir Stefán Karl. Hann segir að söngleikurinn sé alfarið byggður á sögunni þekktu sem Dr. Seuss skrifaði og myndskreytti. Stefán Karl stígur fyrst á svið sem Trölli í nóvember. Þá verður söngleikurinn sýndur í The Hippodrome Theater í Baltimore. Í desember verður svo sýnt í The Wang Theater í Boston. Stefán Karl fær svo að reyna sig á sviði á Broadway í New York næsta haust. Stefán Karl getur ekki leynt því að hann er spenntur fyrir þessu nýja hlutverki: „Þetta er mikil upphefð fyrir mig sem leikara enda ekki á hverjum degi sem útlendingur er ráðinn til að leika í klassísku amerísku verki sem sett er upp á Broadway.“
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira