Grunaður morðingi og franskur ríkisborgari meðal hælisleitenda á Íslandi Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 15. september 2008 15:56 Lögregla gerði húsleit hjá hælisleitendum síðastliðinn föstudag. MYND/Víkurfréttir „Venjulega leiðir það að uppfylla ekki skilyrði til landgöngu til þess að fólki sé snúið frá landi, en um leið og viðkomandi segir lykilorðið „hæli“, þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund og fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir óþægilegt til þess að vita að menn séu hér frjálsir ferða sinna án þess að vitað sé hverjir þeir eru. Fyrir um tveimur árum dvaldi hér á landi hælisleitandi sem svo reyndist vera eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi. Eyjólfur segist muna eftir einu tilviki þar sem hælisleitandi reyndist við nánari eftirgrennslan vera franskur ríkisborgari, með dvalarleyfi í Danmörku. Eru menn þá að villa á sér heimildir til að flýja vafasama fortíð í heimalandinu? „Það er góð spurning," segir Eyjólfur. „Hvað skyldi fá franskan ríkisborgara til að sækja um hæli á Íslandi? Það hlýtur að vera eitthvað sem rekur þá frá Frakklandi annað en maturinn." Eyjólfur segir að í flestum tilfellum liggi ekki fyrir með óyggjandi hætti hver hælisleitandinn er. „Við erum að snúa frá fjölda manns sem við vitum hverjir eru, en um leið og það kemur einhver sem við vitum ekki hver er þá hleypum við þeim inn," segir Eyjólfur. „Það er einhver villa í þessari jöfnu." „Við höfum viðrað þessar áhyggjur okkar við þau yfirvöld í landinu sem fara með þennan málaflokk," segir Eyjólfur. Hann segir lögreglu einnig hafa sagt að þörf kunni að vera á sambærilegum úrræðum og í nágrannalöndunum, þar sem hælisleitendur eru settir í gegnum greiningu og vistaðir í til þess gerðum búðum meðan unnið er úr upplýsingum um þá . „Það kann að vera það úrræði sem myndi henta hér," segir Eyjólfur. „Að mönnum sé haldið aðskildum frá samfélaginu meðan ekki liggur fyrir hverjir þeir eru, án þess að það sé verið að setja fólk í fangelsi." Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
„Venjulega leiðir það að uppfylla ekki skilyrði til landgöngu til þess að fólki sé snúið frá landi, en um leið og viðkomandi segir lykilorðið „hæli“, þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund og fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir óþægilegt til þess að vita að menn séu hér frjálsir ferða sinna án þess að vitað sé hverjir þeir eru. Fyrir um tveimur árum dvaldi hér á landi hælisleitandi sem svo reyndist vera eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi. Eyjólfur segist muna eftir einu tilviki þar sem hælisleitandi reyndist við nánari eftirgrennslan vera franskur ríkisborgari, með dvalarleyfi í Danmörku. Eru menn þá að villa á sér heimildir til að flýja vafasama fortíð í heimalandinu? „Það er góð spurning," segir Eyjólfur. „Hvað skyldi fá franskan ríkisborgara til að sækja um hæli á Íslandi? Það hlýtur að vera eitthvað sem rekur þá frá Frakklandi annað en maturinn." Eyjólfur segir að í flestum tilfellum liggi ekki fyrir með óyggjandi hætti hver hælisleitandinn er. „Við erum að snúa frá fjölda manns sem við vitum hverjir eru, en um leið og það kemur einhver sem við vitum ekki hver er þá hleypum við þeim inn," segir Eyjólfur. „Það er einhver villa í þessari jöfnu." „Við höfum viðrað þessar áhyggjur okkar við þau yfirvöld í landinu sem fara með þennan málaflokk," segir Eyjólfur. Hann segir lögreglu einnig hafa sagt að þörf kunni að vera á sambærilegum úrræðum og í nágrannalöndunum, þar sem hælisleitendur eru settir í gegnum greiningu og vistaðir í til þess gerðum búðum meðan unnið er úr upplýsingum um þá . „Það kann að vera það úrræði sem myndi henta hér," segir Eyjólfur. „Að mönnum sé haldið aðskildum frá samfélaginu meðan ekki liggur fyrir hverjir þeir eru, án þess að það sé verið að setja fólk í fangelsi."
Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira