Erlent

Þróunarkenning Darwins samræmist biblíunni segir Vatíkanið

Benedikt  sextándi páfi.
Benedikt sextándi páfi. MYND/AP

Vatíkanið hefur látið þau boð út ganga að þróunarkenning Darwins samræmist biblíunni ágætlega en hyggst þó ekki senda honum afsökunarbeiðni eins og Enska kirkjan.

Reyndar er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Vatíkanið segist sætta sig við kenningu Charles Darwin um svokallað náttúruval og að þeir hæfustu lifi af, Píus páfi XII. sagði árið 1950 að hún væri svo sem alveg ásættanleg vísindaskýring á tilvist mannsins og Jóhannes páfi tók undir það árið 1996.

Menningarmálaráðherra Vatíkansins, Gianfranco Ravasi, tilkynnti í gær, um leið og hann kynnti vísindaþing sem haldið verður í Róm á 150 ára afmæli þróunarkenningar Darwins, að þrátt fyrir að Vatíkanið gæti fallist á að Darwin hefði haft rétt fyrir sér væri það þó engan veginn ætlun þess að biðja hann afsökunar eins og Enska kirkjan gerði í síðustu viku.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×