Viðskipti innlent

Seðlabankinn tjáir sig ekki um aðstoðina við Norðurlöndin

„Að svo stöddu er ekki að vænta yfirlýsingar Seðlabanka Íslands um gjaldmiðlaskiptasamninga bandaríska seðlabankans við seðlabanka nokkurra landa sem tilkynnt var um í morgun."

 

Þannig hljóðar svar frá bankastjórn Seðlabankans við fyrirspurn frá Vísi um það af hverju bankinn er ekki með hinum norrænu löndunum í nær 2.000 milljarða króna gjaldmiðlasskiptasamningum bandaríska seðlabankans.

 

Fjallað er um málið hér í viðskiptafréttum Vísis. Þar segir m.a. að í tilkynningu frá bandaríska seðlabankanum komi fram að aðgerðin sé liður í aukinni samvinnu seðlabanka víða um heim til að komast í gegnum þá erfiðu tíma sem nú ríkja og að seðlabankinn sé tilbúin að taka frekari skref í þessa átt ef þörf er á.

 

Í fyrirspurn Vísis til Seðlabankans var annars vegar spurt um af hverju Ísland væri ekki með í hópnum og hins vegar hvort Íslandi hefði staðið slíkt til boða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×