Innlent

Rannsóknarnefnd sjóslysa óstarfhæf

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Rannsóknarnefnd sjóslysa er óstarfhæf þessa dagana vegna þess að dregist hefur að skipa í nefndina. Samkvæmt reglugerð er nefndin skipuð af samgönguráðherra til fjögurra ára og í henni eiga að sitja fimm menn.

Hlutverk hennar er að kanna orsakir allra sjóslysa þegar íslensk skip farast. Nefndin rannsakar einnig öll slys þar sem manntjón verða svo og önnur sjóslys sem hún telur ríka ástæðu til að rannsaka.

Skipunartími rannsóknarnefndar sjóslysa rann út þann 31. ágúst síðastliðinn og hefur dregist að skipa nýja nefnd. Samkvæmt heimildum frá samgönguráðuneytinu er málið í vinnslu og má búast við að ný nefnd verði skipuð innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×