Erlent

Newman látinn

Paul Newman lést á heimili sínu í Wesport í Conneticut í gær. Hann var 83 ára gamall. Newman lést úr lungnakrabbameini.



Paul Newman fæddist 26 janúar í Cleveland. Hann giftist tvisvar og eignaðist sex börn.

Fyrri kona hans var Jackie Witte en sú seinni Joanna Woodward. Newman og Woodward voru gift í hálfa öld.

Newman gerði garðinn frægan sem leikari, leikstjóri og mannvinur.

Frægustu myndir hans eru Butch Cassidy and the Sundance Kid, The Hustler, The Sting og Cat on a Hot Tin Roof.

Newman var níu sinnum tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn, síðast árið 2003 fyrir myndina Road to Perdition. Verðlaunin fékk hann þó aðeins einu sinni, árið 1987, fyrir leik sinn í myndinni The Color of Money.

Newman var ekki einvörðungu þekktur fyrir kvikmyndaleik og leikstjórn. Hann var áhugamaður um kappakstur og keppti sjálfur. Árið 1982 stofnaði hann fyrirtækið Newman´s Own sem framleiðir ýmiskonar matvöru. Allur ágóði af þeim rekstri hefur runnið óskiptur til góðgerðarmála.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×