Innlent

Spyr um lagaheimildir fyrir ríkisvæðingu Glitnis

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að ákvörðun um hlutafjárkaup í Glitni verði aðeins tekin á Alþingis sem fari með fjárveitingarvaldið. Ákvörðunin verði ekki tekin af Seðlabanknum né ríkisstjórninni.

,,Ég sé hvergi heimild til Seðlabankans til þess að kaupa hlutafé hvorki í Glitni né öðrum banka. Það er kannski lokaspurningin: hvar er að finna lagaheimildir til þessarar hlutafjárkaupa ríkissjóðs og Seðlabankans?" segir Kristinn í nýjum pistli á heimasíðu sinni.

Kristinn veltir fyrir sér af hverju Seðlabankinn hafi ekki fylgt ákvæðum 7. greinar laga um bankann sem heimilar honum að veita lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða lán á sérstökum kjörum gegn tryggingum eða öðrum skilyrðum sem bankinn kann að setja.

Kristinn segir að spurningin sé áleitin vegna þess að Glitnir hafi staðist öll álagspróf Fjármálaeftirlitsins og síðast í ágústmánuði.

,,Niðurstaðan var sú að eiginfjárstaða Glitnis var traust. Það segir skýrt að ekki er um eiginfjárvanda að ræða og bendir til þess að reksturinn sé almennt í lagi. Með öðrum orðum niðurstaða álagsprófs Fjármálaeftirlitsins er að Glitni ekki vantar hlutafé," segir Kristinn.

Pistil Kristins H. Gunnarssonar er hægt að lesa í heild sinni hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×