Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson
stjórnarformaður bankans, funduðu í kvöld með Geir H. Haarde í forsætisráðuneytinu.
Sigurður sagði í samtali við blaðamenn við stjórnarráðið að þeir hafi á fundinum farið yfir stöðuna á fjármálamörkuðum og yfirtöku ríkisins á Glitni. Aðspurður sagði hann stöðu Kaupþings sterka.
Forsætisráðherra mun ekki hafa greint þeim Hreiðari og Sigurði hvort að stórtíðindi væri að vænta að hálfu ríkisstjórnarinnar eða Seðlabankans.