Þorgerður sagði hugmyndir um þjóðnýtingu makalausar 1. október 2008 12:08 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir MYND/Arnþór Birkisson Fyrir rúmum tveimur mánuðum ræddi Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega og vildi meina að með aðgerðarleysi sínu keyrðu stjórnvöld íslensku bankana í þrot með það að markmiði að taka þá svo aftur í sína eigu. Í fréttum Sjónvarpsins frá 25.júlí segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var starfandi forsætisráðherra ,ummælin makalaus og spyr hvort Thomas þurfi ekki á endurmenntun að halda. Ummæli Thomas vöktu nokkra athygli á þessum tíma en hann ræddi meðal annars um hátt skuldatryggingarálag bankanna. Þá var skyldatryggingarálag Glitnis yfir þúsund stig en það gæfi til kynna að markaðurinn teldi bankana ekki geta greitt skuldir sínar að mati Thomas. Í fyrrnefndum fréttatíma segist Þorgerður alveg undrandi. „Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona virtum fjárfestingarbanka og það hvarflaði að mér um tíma hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda?," sagði Þorgerður. Ummæli Thomas virðast hafa átt við nokkur rök að styðjast miðað við atburði síðustu daga og yfirtöku ríkisins á Glitni. Þorgerður sagði einnig í umræddu viðtali að verið væri að vinna að gerð fjárlaga sem ættu að endurspegla ákveðna ábyrgð sem fæli í sér að hjólum atvinnulífsins yrði haldið áfram. „...og síðan er náttúrulega það sem skiptir máli að við sjáum vonandi fram á að Seðlabankinn fari nú að lækka vexti því fyrirtækin eiga mjög erfitt með að reka sig með þessu háa vaxtaálagi sem hér er í landinu." Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur mánuðum ræddi Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega og vildi meina að með aðgerðarleysi sínu keyrðu stjórnvöld íslensku bankana í þrot með það að markmiði að taka þá svo aftur í sína eigu. Í fréttum Sjónvarpsins frá 25.júlí segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var starfandi forsætisráðherra ,ummælin makalaus og spyr hvort Thomas þurfi ekki á endurmenntun að halda. Ummæli Thomas vöktu nokkra athygli á þessum tíma en hann ræddi meðal annars um hátt skuldatryggingarálag bankanna. Þá var skyldatryggingarálag Glitnis yfir þúsund stig en það gæfi til kynna að markaðurinn teldi bankana ekki geta greitt skuldir sínar að mati Thomas. Í fyrrnefndum fréttatíma segist Þorgerður alveg undrandi. „Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona virtum fjárfestingarbanka og það hvarflaði að mér um tíma hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda?," sagði Þorgerður. Ummæli Thomas virðast hafa átt við nokkur rök að styðjast miðað við atburði síðustu daga og yfirtöku ríkisins á Glitni. Þorgerður sagði einnig í umræddu viðtali að verið væri að vinna að gerð fjárlaga sem ættu að endurspegla ákveðna ábyrgð sem fæli í sér að hjólum atvinnulífsins yrði haldið áfram. „...og síðan er náttúrulega það sem skiptir máli að við sjáum vonandi fram á að Seðlabankinn fari nú að lækka vexti því fyrirtækin eiga mjög erfitt með að reka sig með þessu háa vaxtaálagi sem hér er í landinu."
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira