Lífið

Bubbi boðar til mótmæla

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er búinn að fá nóg af efnahagsástandinu og slæmri stöðu krónunnar. Í dag sendi hann frá sér tilkynningu þar sem hann boðar til mótmæla við Austurvöll í hádeginu á miðvikudaginn í næstu viku.

"Er ekki komið nóg? Hvernig væri að fara niður á Austurvöll og láta ráðamenn vita að við viljum það eitthvað sé gert.

"Eða eigum við að láta krónuna og ráðamenn leiða okkur sem lömb til slátrunar?", spyr Bubbi.

Hann fullyrðir að þúsundir Íslendinga verði gjaldþrota ef ekkert verði gert. Hann segist því ætla að standa fyrir mótmælum.

"Ég tek með mér hljómsveit og við spilum. Þeir mæta bara sem mæta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.