Innlent

Fundað með erlendum bankamönnum í Tjarnargötu

Fulltrúar frá erlendri fjármálastofnun funda nú með Geir Haarde forsætisráðherra, Árna Mathiesen fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra og Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu.

Það var Tryggvi Þór Herbertsson efnahagsráðgjafi sem tók á móti þeim þar sem ráðherrar voru á þingflokksfundum í Alþingishúsinu. Nú eru ráðherrar sem sé mættir á ný í ráðherrabústaðinn og þar verður fundað enn um sinn.

Heimildir Vísis herma að hinir erlendu gestir séu frá fjárfestingabankanum J.P Morgan. Þegar ráðherrarnir voru spurður hverja þeir væru að fara að hitta svöruðu þeir á þessa leið:

Árni Mathiesen: „Ég veit það ekki."

Geir Haarde: „Ég vil ekki segja það."

Össur Skarphéðinsson: „Einhverja erlenda bankamenn. Ég veit ekki hverja."

Björgvin G. Sigurðsson: „Fjármálaeftirltið."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×