Biskup: Kreppa er tækifæri 6. október 2008 19:26 MYND/GVA Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kreppa sé tækifæri og nú fái ríki og fjármálstofninar og einstaklingar tækifæri til að endurskipuleggja sig með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Þetta kemur fram í pistli sem biskup ritar og birtur er á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. Þar segir biskupinn að margir skelfist fjármálakreppnu og óttist að grunnstoðirnar séu að bresta. „Angist og kvíði er hlutskipti margra um þessar mundir. Ljóst er að þröngt getur orðið í búi hjá einstaklingum og fjölskyldum á næstu mánuðum. Við slíka erfiðleika reynir á samstöðu og umhyggju allra. Í guðspjöllunum talar Jesús um "angist þjóða, ráðlausra við dunur hafs og brimgný" - og það lýsir ástandinu þessa síðustu daga. Hvað mun standast flóðbylgju kreppunnar? Guð einn veit. Líf okkar er í hendi hans og hann þekkir og skilur áhyggjur okkar og vanda. "Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar," segir Jesús, "yðar himneski faðir veit." Og Pétur postuli hvetur okkur til að varpa öllum áhyggjum okkar á Drottin, því hann ber umhyggju fyrir okkur. Áhyggjur okkar ber umhyggja hans. Í þeim faðmi er okkur óhætt," segir biskup. Biskupinn segir einnig að lausnin sé í nánd. „Framundan er vorið handan allra vetrarveðra. Því megum við treysta. Við megum reiða okkur á návist Guðs og atbeina góðra manna. Guð er að verki og þar er engin lausafjárþurrð. Nægtir náðar hans standa öllum til boða. Og hvert og eitt getum við rétt öðrum hjálparhönd og hlýjan hug umhyggju og kærleika," segir biskup enn fremur. Hann bætir við: „Tungumál óttans hefur verið yfirgnæfandi undanfarið. Nú skulum við tala tungumál umhyggjunnar og sýna umhyggju um lífið, um jörðina, um hið viðkvæma og brothætta líf, börnin, þá sjúku, og hin öldruðu. Og við skulum beina athygli að auðlegðinni og verðmætunum sem eilíf eru og aldrei falla í gildi. Það er svo ótal margt að gleðjast yfir og þakka í okkar góða samfélagi. Við höfum sem þjóð áður glímt við hamfarir og hörmungar. Aldrei höfum við verið betur stödd til að takast á við afleiðingar og vinna okkur úr vanda," segir herra Karl Sigurbjörnsson.Þá beinir hann þeim tilmælum til presta og djákna Þjóðkirkjunnar að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig hann hafi áhrif á andlega líðan fólks sem lendir í efnahagslegum þrengingum. „Jafnframt hvet ég söfnuði landsins til að bregðast við með þeim andlega stuðningi og sálgæslu sem er á þeirra færi, að opna kirkjurnar til samverustunda og fyrirbæna, minna á kyrrðarstundir sem víða eru í kirkjum landsins á virkum dögum sem og annað helgihald," segir biskup.Þá þakkar hann þeim fjölmörgu sem hafi lagt sig fram um að liðsinna fólki í erfiðleikum. Þar megi minna á Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. „Ég hvet sóknir og söfnuði til samstarfs við félagslegar stofnanir og þjónustu af ýmsum toga sem hefur með velferð fólks að gera. Guð vors lands láti ljós sitt og anda leiða og blessa okkur öll," segir herra Karl Sigurbjörnsson að endingu. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kreppa sé tækifæri og nú fái ríki og fjármálstofninar og einstaklingar tækifæri til að endurskipuleggja sig með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Þetta kemur fram í pistli sem biskup ritar og birtur er á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. Þar segir biskupinn að margir skelfist fjármálakreppnu og óttist að grunnstoðirnar séu að bresta. „Angist og kvíði er hlutskipti margra um þessar mundir. Ljóst er að þröngt getur orðið í búi hjá einstaklingum og fjölskyldum á næstu mánuðum. Við slíka erfiðleika reynir á samstöðu og umhyggju allra. Í guðspjöllunum talar Jesús um "angist þjóða, ráðlausra við dunur hafs og brimgný" - og það lýsir ástandinu þessa síðustu daga. Hvað mun standast flóðbylgju kreppunnar? Guð einn veit. Líf okkar er í hendi hans og hann þekkir og skilur áhyggjur okkar og vanda. "Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar," segir Jesús, "yðar himneski faðir veit." Og Pétur postuli hvetur okkur til að varpa öllum áhyggjum okkar á Drottin, því hann ber umhyggju fyrir okkur. Áhyggjur okkar ber umhyggja hans. Í þeim faðmi er okkur óhætt," segir biskup. Biskupinn segir einnig að lausnin sé í nánd. „Framundan er vorið handan allra vetrarveðra. Því megum við treysta. Við megum reiða okkur á návist Guðs og atbeina góðra manna. Guð er að verki og þar er engin lausafjárþurrð. Nægtir náðar hans standa öllum til boða. Og hvert og eitt getum við rétt öðrum hjálparhönd og hlýjan hug umhyggju og kærleika," segir biskup enn fremur. Hann bætir við: „Tungumál óttans hefur verið yfirgnæfandi undanfarið. Nú skulum við tala tungumál umhyggjunnar og sýna umhyggju um lífið, um jörðina, um hið viðkvæma og brothætta líf, börnin, þá sjúku, og hin öldruðu. Og við skulum beina athygli að auðlegðinni og verðmætunum sem eilíf eru og aldrei falla í gildi. Það er svo ótal margt að gleðjast yfir og þakka í okkar góða samfélagi. Við höfum sem þjóð áður glímt við hamfarir og hörmungar. Aldrei höfum við verið betur stödd til að takast á við afleiðingar og vinna okkur úr vanda," segir herra Karl Sigurbjörnsson.Þá beinir hann þeim tilmælum til presta og djákna Þjóðkirkjunnar að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig hann hafi áhrif á andlega líðan fólks sem lendir í efnahagslegum þrengingum. „Jafnframt hvet ég söfnuði landsins til að bregðast við með þeim andlega stuðningi og sálgæslu sem er á þeirra færi, að opna kirkjurnar til samverustunda og fyrirbæna, minna á kyrrðarstundir sem víða eru í kirkjum landsins á virkum dögum sem og annað helgihald," segir biskup.Þá þakkar hann þeim fjölmörgu sem hafi lagt sig fram um að liðsinna fólki í erfiðleikum. Þar megi minna á Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. „Ég hvet sóknir og söfnuði til samstarfs við félagslegar stofnanir og þjónustu af ýmsum toga sem hefur með velferð fólks að gera. Guð vors lands láti ljós sitt og anda leiða og blessa okkur öll," segir herra Karl Sigurbjörnsson að endingu.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira