Innlent

Mikið áfall fyrir Sjálfstæðismenn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur í Kastljósi Sjónvarpsins fyrir stundu. Þar sagði hún m.a að ljóst væri að staðan sem nú er komin upp sé mikið áfall fyrir Sjálfstæðismenn og landið allt. Hún sagði hinsvegar að það sem skipti mestu máli núna væri að byggja upp almennilegt fjármála- og bankakerfi og hafa undirstöðurnar traustar.

„Við verðum að læra af sögunni og draga af henni lærdóm. Það á ekki bara við um okkur stjórnmálamenn. Það hefur verið farið óvarlega víða," sagði Þorgerður sem þó segir margt jákvætt í okkar samfélagi.

Hún benti á að mikið af menntuðu ungu fólki hefði komið heim á undanförnum árum í tengslum við fjármálageirann og lagði áherslu á að undirstöðurnar séu góðar.

Hún sagði alveg ljóst að þessi ákvörðun hefði verið tekin fyrst og fremst með hagsmuni almennings í huga og sagði ákvörðunina hugrakka. „Geir eru hugrakkur maður."

Þorgerður sagði að ákvörðunin hefði hinsvegar verið óumflýjanleg og við hefðum setið í súpunni til lengri tíma litið ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin. „Þetta mun verða sársaukafullt og við eigum eftir að upplifa erfiða tíma. Það eru allir að berjast og öll lönd að reyna að bjarga sér. Við íslendingar erum hinsvegar með sterkar undirstöður sem við verðum að nýta."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×