Viðskipti innlent

Evran fjórtán krónum dýrari hjá Landsbankanum miðað við hina bankana

Landsbankinn seldi evruna á tæpar 183 kr. í morgun á meðan að opinbert gengi evrunnar hjá Seðlabankanum er 155 kr., nú rétt fyrir hádegið. Á heimasíðu bankans var um tíma ekki hægt að sjá gengi gjaldmiðla og sagt að villa hafi komið upp í kerfinu. Úr því hefur verið bætt og kostar evran nú 169 krónur. Glitnir selur evruna á 155 krónur og Kaupthing er með svipaða verðlagningu. Ekki fengust upplýsingar um málið hjá Landsbankanum.

Í frétt á vefsíðunni E24.no segir að gengi krónunnar hafi hrapað eins og steinn í morgun. Þar segir að gengið hafi veikst um 7% frá opnun markaða og að evran kosti nú 174 kr. E24.no segir einnig að gengisfall krónunnar gegn dollaranum sé "yfirgengilegt".

Seðlabankinn vísaði á Landsbankann með skýringu á þessum mismun.

Hjá Landsbankanum fengust ekki skýringar á þessum mikla mun aðrar en þær að líklega væri enn um kerfisvillu að ræða. Það fékkst þó ekki staðfest.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×