Viðskipti erlent

Hæðst að seðlabankastjóra á erlendum viðskiptavef

sev skrifar
Fréttavefsíðan Marketwatch birtir í dag grein undir yfirskriftinni „Ten things to love about the credit crunch" sem gæti útlagst sem Tíu jákvæðir hlutir við lausafjárkreppuna.

Þar er sagt að þrátt fyrir að kreppan sé skollin á sé ekki allt neikvætt sem fylgi henni. Taldir eru upp tíu jákvæðir fylgikvillar, á borð við að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru minna í fréttum, olíuverð lækki og að í stað þróunaraðstoðar fari skattfé fólks nú þangað sem þess er raunverulega þörf - á Wall Street.

Fjórða atriði á listanum er svo vel til þess fallið að hughreysta fólk sem telur sig hafa gert einhverjar gloríur á fjármálasviðinu. „Þú gerðir líklega ekkert jafn vandræðalegt og seðlabankastjóri Íslands, sem tilkynnti að Ísland hefði tekið fjögurra milljarða evra lán frá Rússum, sem Moskva hafði aldrei samþykkt."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×