Innlent

Össur vill slá skjaldborg um sparisjóðina

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, vill slá skjaldborg um þá sparisjóði sem eru vel reknir og hafa sterkar vaxtalínur inn í framtíðina. Þetta kom fram í þættinum Bylgjunni í bítið fyrr í morgun.

Bankastofnanirnar Glitnir, Landsbankinn og nú síðast Kaupþing eru komnar í hendur ríkisins. Aðspurður hvað erði um aðrar bankastofanir eins og sparisjóðina og Byr sagði Össur að það verði að koma í ljós.

,,Varðandi Byr þá er það sterkur og öflugur banki með mikið eigið fé, það eru þær upplýsingar sem ég hef. Við vitum auðvitað að Spron hefur verið í ákveðnum ólgusjó."

Þá sagði Össur; ,,Ég get upplýst ykkur um það að þótt klukkan sé ekki orðin níu að morgni þá hef ég þegar átt fund á þessum morgni með forsvarsmanni sparisjóðanna í landinu til að ræða ákveðnar leiðir. Bæði þá möguleika að þeir taki að sér ákveðna greiðslumiðlun við útlönd og sömuleiðis ákveðna aðgerðir fyrir utan þær sem komu fram í þessum lögum sem við samþykktum sem miða að því að styrkja þá.“

Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×