Innlent

Forsætisráðherra kallar Helga Seljan fífl og dóna

Geir Haarde kallaði Helga Seljan fréttamann Kastljóssins fífl og dóna á blaðamannafundi í Iðnó í dag. Helgi reyndi á fundinum að bera fram spurningu en Geir greip fram í fyrir honum og lauk fundinum.

Þegar Helgi stendur upp og gengur út úr salnum heyrist Geir hvísla að Urði Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa, að Helgi sé fífl og dóni.

Helgi mun hafa ætlað að spyrja Geir að því hvort að ferð Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, til Washington tengist því að stjórnvöld hafi hug á að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hægt er að sjá myndband af atburðinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×