Slök peningamálastefna og stórt bankakerfi orsök hrunsins 9. október 2008 09:44 Dr. Jón Daníelsson. MYND/Stöð 2 Tveir þættir ráða því hvernig fór fyrir íslensku bönkunum þremur að mati Jóns Daníelssonar, dósents við London School og Economics. Það var slök peningamálastefna og of stórt bankakerfi. Jón fer yfir málin á vef Breska ríkisútvarpsins í grein undir yfirskriftinni Hvað kom fyrir Ísland? Þar segir Jón að Ísland sé fyrsta fórnarlamb lausafjárkrísunnar í heiminum. Tveir þættir ráði því, annar nokkuð fyrirsjáanlegur sem sé getuleysi Seðlabankans. Jón bendir að á síðustu árum hafi peningamálastefnan byggst á verðbólgumarkmiðum eins og í Bretlandi. Þetta þýði að Seðlabankinn hækki stýrivexti í takt við hækkandi verðbólgu. „Slík stefna gengur vel upp samkvæmt hagfræðinni og á vel við í stærri ríkjum. Í tilfelli Íslands beið hún hins vegar afhroð," segir Jón. Seðlabankinn sóaði tækifærum til að auka gjaldeyrisvaraforða Jón bendir á að stýrivextir hafi verið yfir 15 prósentum og í litlum hagkerfum eins og Íslandi hvetji slíkt fyrirtæki og heimili til að taka lán í erlendri mynt. Þetta laði einnig að spámenn í gjaldeyrismálum en hvorir tveggja telji sig hagnast á vaxtamun milli Íslands og útlanda. Þetta hafi aftur leitt til uppgangs í efnahagsmálum og verðbólgu sem aftur hafi kallað á stýrivaxtahækkun hjá Seðlabankanum. Jón segir að stýrivextirnir hafi að undanförnu verið úr öllum takti við stöðu mála í efnahagslífinu og að virði gjaldmiðilsins hafi óhjákvæmilega farið að rýrna. Þetta hefði Seðlabankanum átt að vera ljóst enn hann hefði sóað nokkrum góðum tækifærum á að koma í veg fyrir þetta og byggja upp gjaldeyrisvaraforða. Þá segir Jón að þessu til viðbótar sé stjórnun Seðlabankans sérstök. Þrír bankastjórar séu í bankanum, þar af einn fyrrverandi stjórnmálamaður. Formaður bankastjórnar sé fyrrverandi forsætisráðherra til margra ára. Þarna er átt við Davíð Oddsson. Jón segir að vegna þessa hafi komið fram efasemdir um það hversu óháð stjórn Seðlabankans sé. Slíkt stjórnun hafi ákveðnar afleiðingar sem hafi orðið sérlega áberandi í fjármálakreppunni. „Með því að velja stjórnendur út frá pólitískum bakgrunni fremur en sérfræðiþekkingu á hagfræði og fjármálum geta menn litið svo á að bankinn sé ekki í stakk búinn til takast á við efnahagslíf í kreppu," segir Jón. Bankarnir betur staddir en margir í Evrópu Jón ræðir svo um hinn þáttinn, stærð bankakerfisins. Fyrir kreppuna hafi eignir bankanna í útlöndum verið tíu sinnum meiri en verg landsframleiðsla og skuldirnar hafi verið jafnmiklar. Við venjulegar kringumstæður hefði þetta ekki valdið áhyggjum svo framarlega sem bankarnir væru vel reknir. Jón segir íslensku bankana hafa verið betur fjármagnaða og með minni áhættu en margir bankar í Evrópu. Það skipti hins vegar ekki máli við núverandi aðstæður heldur stuðningur stjórnvalda við banka. Stærð íslensku bankanna hafi þýtt að ríkisstjórnin hafi ekki getað staðið á bak við þá ólíkt öðrum löndum. „Þessi þáttur varð veigameiri og hrun bankanna er meðal annars tilkomin vegna þess að Seðlabankanum tókst ekki að auka gjaldeyrisvaraforðann sinn þrátt fyrir að mjög hafi verið þrýst á hann að gera það," segir Jón. Horfur til framtíðar góðar Jón bendir á að gengi krónunnar hafi verið að veikjast allt árið og því hafi vaknað efasemdir um bankakerfið hér á landi. Það sem raskað hafi jafnvæginu á endanum hafi verið hin ótrúlega bankakreppa. „Hið sorglega eru áhrif kreppunnar á íslensk heimili. Þau horfa fram á að afborganir af lánum munu hækka um allt að 50 prósent og verðbólga mun hugsanlega fara í 30 prósent í ár en laun ekki hækka og fjölda verður sagt upp. Sem betur fer eru horfurnar til langs tíma góðar. Ísland á nóg af auðlindum og vel menntað vinnuafl og því eru horfurnar í efnahagsmálum til langs tíma góðar," segir Jón. Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Tveir þættir ráða því hvernig fór fyrir íslensku bönkunum þremur að mati Jóns Daníelssonar, dósents við London School og Economics. Það var slök peningamálastefna og of stórt bankakerfi. Jón fer yfir málin á vef Breska ríkisútvarpsins í grein undir yfirskriftinni Hvað kom fyrir Ísland? Þar segir Jón að Ísland sé fyrsta fórnarlamb lausafjárkrísunnar í heiminum. Tveir þættir ráði því, annar nokkuð fyrirsjáanlegur sem sé getuleysi Seðlabankans. Jón bendir að á síðustu árum hafi peningamálastefnan byggst á verðbólgumarkmiðum eins og í Bretlandi. Þetta þýði að Seðlabankinn hækki stýrivexti í takt við hækkandi verðbólgu. „Slík stefna gengur vel upp samkvæmt hagfræðinni og á vel við í stærri ríkjum. Í tilfelli Íslands beið hún hins vegar afhroð," segir Jón. Seðlabankinn sóaði tækifærum til að auka gjaldeyrisvaraforða Jón bendir á að stýrivextir hafi verið yfir 15 prósentum og í litlum hagkerfum eins og Íslandi hvetji slíkt fyrirtæki og heimili til að taka lán í erlendri mynt. Þetta laði einnig að spámenn í gjaldeyrismálum en hvorir tveggja telji sig hagnast á vaxtamun milli Íslands og útlanda. Þetta hafi aftur leitt til uppgangs í efnahagsmálum og verðbólgu sem aftur hafi kallað á stýrivaxtahækkun hjá Seðlabankanum. Jón segir að stýrivextirnir hafi að undanförnu verið úr öllum takti við stöðu mála í efnahagslífinu og að virði gjaldmiðilsins hafi óhjákvæmilega farið að rýrna. Þetta hefði Seðlabankanum átt að vera ljóst enn hann hefði sóað nokkrum góðum tækifærum á að koma í veg fyrir þetta og byggja upp gjaldeyrisvaraforða. Þá segir Jón að þessu til viðbótar sé stjórnun Seðlabankans sérstök. Þrír bankastjórar séu í bankanum, þar af einn fyrrverandi stjórnmálamaður. Formaður bankastjórnar sé fyrrverandi forsætisráðherra til margra ára. Þarna er átt við Davíð Oddsson. Jón segir að vegna þessa hafi komið fram efasemdir um það hversu óháð stjórn Seðlabankans sé. Slíkt stjórnun hafi ákveðnar afleiðingar sem hafi orðið sérlega áberandi í fjármálakreppunni. „Með því að velja stjórnendur út frá pólitískum bakgrunni fremur en sérfræðiþekkingu á hagfræði og fjármálum geta menn litið svo á að bankinn sé ekki í stakk búinn til takast á við efnahagslíf í kreppu," segir Jón. Bankarnir betur staddir en margir í Evrópu Jón ræðir svo um hinn þáttinn, stærð bankakerfisins. Fyrir kreppuna hafi eignir bankanna í útlöndum verið tíu sinnum meiri en verg landsframleiðsla og skuldirnar hafi verið jafnmiklar. Við venjulegar kringumstæður hefði þetta ekki valdið áhyggjum svo framarlega sem bankarnir væru vel reknir. Jón segir íslensku bankana hafa verið betur fjármagnaða og með minni áhættu en margir bankar í Evrópu. Það skipti hins vegar ekki máli við núverandi aðstæður heldur stuðningur stjórnvalda við banka. Stærð íslensku bankanna hafi þýtt að ríkisstjórnin hafi ekki getað staðið á bak við þá ólíkt öðrum löndum. „Þessi þáttur varð veigameiri og hrun bankanna er meðal annars tilkomin vegna þess að Seðlabankanum tókst ekki að auka gjaldeyrisvaraforðann sinn þrátt fyrir að mjög hafi verið þrýst á hann að gera það," segir Jón. Horfur til framtíðar góðar Jón bendir á að gengi krónunnar hafi verið að veikjast allt árið og því hafi vaknað efasemdir um bankakerfið hér á landi. Það sem raskað hafi jafnvæginu á endanum hafi verið hin ótrúlega bankakreppa. „Hið sorglega eru áhrif kreppunnar á íslensk heimili. Þau horfa fram á að afborganir af lánum munu hækka um allt að 50 prósent og verðbólga mun hugsanlega fara í 30 prósent í ár en laun ekki hækka og fjölda verður sagt upp. Sem betur fer eru horfurnar til langs tíma góðar. Ísland á nóg af auðlindum og vel menntað vinnuafl og því eru horfurnar í efnahagsmálum til langs tíma góðar," segir Jón.
Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira