Slök peningamálastefna og stórt bankakerfi orsök hrunsins 9. október 2008 09:44 Dr. Jón Daníelsson. MYND/Stöð 2 Tveir þættir ráða því hvernig fór fyrir íslensku bönkunum þremur að mati Jóns Daníelssonar, dósents við London School og Economics. Það var slök peningamálastefna og of stórt bankakerfi. Jón fer yfir málin á vef Breska ríkisútvarpsins í grein undir yfirskriftinni Hvað kom fyrir Ísland? Þar segir Jón að Ísland sé fyrsta fórnarlamb lausafjárkrísunnar í heiminum. Tveir þættir ráði því, annar nokkuð fyrirsjáanlegur sem sé getuleysi Seðlabankans. Jón bendir að á síðustu árum hafi peningamálastefnan byggst á verðbólgumarkmiðum eins og í Bretlandi. Þetta þýði að Seðlabankinn hækki stýrivexti í takt við hækkandi verðbólgu. „Slík stefna gengur vel upp samkvæmt hagfræðinni og á vel við í stærri ríkjum. Í tilfelli Íslands beið hún hins vegar afhroð," segir Jón. Seðlabankinn sóaði tækifærum til að auka gjaldeyrisvaraforða Jón bendir á að stýrivextir hafi verið yfir 15 prósentum og í litlum hagkerfum eins og Íslandi hvetji slíkt fyrirtæki og heimili til að taka lán í erlendri mynt. Þetta laði einnig að spámenn í gjaldeyrismálum en hvorir tveggja telji sig hagnast á vaxtamun milli Íslands og útlanda. Þetta hafi aftur leitt til uppgangs í efnahagsmálum og verðbólgu sem aftur hafi kallað á stýrivaxtahækkun hjá Seðlabankanum. Jón segir að stýrivextirnir hafi að undanförnu verið úr öllum takti við stöðu mála í efnahagslífinu og að virði gjaldmiðilsins hafi óhjákvæmilega farið að rýrna. Þetta hefði Seðlabankanum átt að vera ljóst enn hann hefði sóað nokkrum góðum tækifærum á að koma í veg fyrir þetta og byggja upp gjaldeyrisvaraforða. Þá segir Jón að þessu til viðbótar sé stjórnun Seðlabankans sérstök. Þrír bankastjórar séu í bankanum, þar af einn fyrrverandi stjórnmálamaður. Formaður bankastjórnar sé fyrrverandi forsætisráðherra til margra ára. Þarna er átt við Davíð Oddsson. Jón segir að vegna þessa hafi komið fram efasemdir um það hversu óháð stjórn Seðlabankans sé. Slíkt stjórnun hafi ákveðnar afleiðingar sem hafi orðið sérlega áberandi í fjármálakreppunni. „Með því að velja stjórnendur út frá pólitískum bakgrunni fremur en sérfræðiþekkingu á hagfræði og fjármálum geta menn litið svo á að bankinn sé ekki í stakk búinn til takast á við efnahagslíf í kreppu," segir Jón. Bankarnir betur staddir en margir í Evrópu Jón ræðir svo um hinn þáttinn, stærð bankakerfisins. Fyrir kreppuna hafi eignir bankanna í útlöndum verið tíu sinnum meiri en verg landsframleiðsla og skuldirnar hafi verið jafnmiklar. Við venjulegar kringumstæður hefði þetta ekki valdið áhyggjum svo framarlega sem bankarnir væru vel reknir. Jón segir íslensku bankana hafa verið betur fjármagnaða og með minni áhættu en margir bankar í Evrópu. Það skipti hins vegar ekki máli við núverandi aðstæður heldur stuðningur stjórnvalda við banka. Stærð íslensku bankanna hafi þýtt að ríkisstjórnin hafi ekki getað staðið á bak við þá ólíkt öðrum löndum. „Þessi þáttur varð veigameiri og hrun bankanna er meðal annars tilkomin vegna þess að Seðlabankanum tókst ekki að auka gjaldeyrisvaraforðann sinn þrátt fyrir að mjög hafi verið þrýst á hann að gera það," segir Jón. Horfur til framtíðar góðar Jón bendir á að gengi krónunnar hafi verið að veikjast allt árið og því hafi vaknað efasemdir um bankakerfið hér á landi. Það sem raskað hafi jafnvæginu á endanum hafi verið hin ótrúlega bankakreppa. „Hið sorglega eru áhrif kreppunnar á íslensk heimili. Þau horfa fram á að afborganir af lánum munu hækka um allt að 50 prósent og verðbólga mun hugsanlega fara í 30 prósent í ár en laun ekki hækka og fjölda verður sagt upp. Sem betur fer eru horfurnar til langs tíma góðar. Ísland á nóg af auðlindum og vel menntað vinnuafl og því eru horfurnar í efnahagsmálum til langs tíma góðar," segir Jón. Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Tveir þættir ráða því hvernig fór fyrir íslensku bönkunum þremur að mati Jóns Daníelssonar, dósents við London School og Economics. Það var slök peningamálastefna og of stórt bankakerfi. Jón fer yfir málin á vef Breska ríkisútvarpsins í grein undir yfirskriftinni Hvað kom fyrir Ísland? Þar segir Jón að Ísland sé fyrsta fórnarlamb lausafjárkrísunnar í heiminum. Tveir þættir ráði því, annar nokkuð fyrirsjáanlegur sem sé getuleysi Seðlabankans. Jón bendir að á síðustu árum hafi peningamálastefnan byggst á verðbólgumarkmiðum eins og í Bretlandi. Þetta þýði að Seðlabankinn hækki stýrivexti í takt við hækkandi verðbólgu. „Slík stefna gengur vel upp samkvæmt hagfræðinni og á vel við í stærri ríkjum. Í tilfelli Íslands beið hún hins vegar afhroð," segir Jón. Seðlabankinn sóaði tækifærum til að auka gjaldeyrisvaraforða Jón bendir á að stýrivextir hafi verið yfir 15 prósentum og í litlum hagkerfum eins og Íslandi hvetji slíkt fyrirtæki og heimili til að taka lán í erlendri mynt. Þetta laði einnig að spámenn í gjaldeyrismálum en hvorir tveggja telji sig hagnast á vaxtamun milli Íslands og útlanda. Þetta hafi aftur leitt til uppgangs í efnahagsmálum og verðbólgu sem aftur hafi kallað á stýrivaxtahækkun hjá Seðlabankanum. Jón segir að stýrivextirnir hafi að undanförnu verið úr öllum takti við stöðu mála í efnahagslífinu og að virði gjaldmiðilsins hafi óhjákvæmilega farið að rýrna. Þetta hefði Seðlabankanum átt að vera ljóst enn hann hefði sóað nokkrum góðum tækifærum á að koma í veg fyrir þetta og byggja upp gjaldeyrisvaraforða. Þá segir Jón að þessu til viðbótar sé stjórnun Seðlabankans sérstök. Þrír bankastjórar séu í bankanum, þar af einn fyrrverandi stjórnmálamaður. Formaður bankastjórnar sé fyrrverandi forsætisráðherra til margra ára. Þarna er átt við Davíð Oddsson. Jón segir að vegna þessa hafi komið fram efasemdir um það hversu óháð stjórn Seðlabankans sé. Slíkt stjórnun hafi ákveðnar afleiðingar sem hafi orðið sérlega áberandi í fjármálakreppunni. „Með því að velja stjórnendur út frá pólitískum bakgrunni fremur en sérfræðiþekkingu á hagfræði og fjármálum geta menn litið svo á að bankinn sé ekki í stakk búinn til takast á við efnahagslíf í kreppu," segir Jón. Bankarnir betur staddir en margir í Evrópu Jón ræðir svo um hinn þáttinn, stærð bankakerfisins. Fyrir kreppuna hafi eignir bankanna í útlöndum verið tíu sinnum meiri en verg landsframleiðsla og skuldirnar hafi verið jafnmiklar. Við venjulegar kringumstæður hefði þetta ekki valdið áhyggjum svo framarlega sem bankarnir væru vel reknir. Jón segir íslensku bankana hafa verið betur fjármagnaða og með minni áhættu en margir bankar í Evrópu. Það skipti hins vegar ekki máli við núverandi aðstæður heldur stuðningur stjórnvalda við banka. Stærð íslensku bankanna hafi þýtt að ríkisstjórnin hafi ekki getað staðið á bak við þá ólíkt öðrum löndum. „Þessi þáttur varð veigameiri og hrun bankanna er meðal annars tilkomin vegna þess að Seðlabankanum tókst ekki að auka gjaldeyrisvaraforðann sinn þrátt fyrir að mjög hafi verið þrýst á hann að gera það," segir Jón. Horfur til framtíðar góðar Jón bendir á að gengi krónunnar hafi verið að veikjast allt árið og því hafi vaknað efasemdir um bankakerfið hér á landi. Það sem raskað hafi jafnvæginu á endanum hafi verið hin ótrúlega bankakreppa. „Hið sorglega eru áhrif kreppunnar á íslensk heimili. Þau horfa fram á að afborganir af lánum munu hækka um allt að 50 prósent og verðbólga mun hugsanlega fara í 30 prósent í ár en laun ekki hækka og fjölda verður sagt upp. Sem betur fer eru horfurnar til langs tíma góðar. Ísland á nóg af auðlindum og vel menntað vinnuafl og því eru horfurnar í efnahagsmálum til langs tíma góðar," segir Jón.
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent