Yfirlýsing frá Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings 9. október 2008 09:05 Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings: "Þegar stjórn Kaupþings banka hf. fór yfir stöðu bankans á vinnufundi dagana 25.-26. september gekk rekstur bankans vel og ljóst þótti að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði góð. Að meðaltali höfðu innlán aukist um tæpa fjóra milljarða króna hvern dag undanfarna sex mánuði. Lausafjárstaða bankans var því góð og áform uppi um að hefja uppkaup á skuldabréfum útgefnum af bankanum. Lausafjárstaða Kaupthing Singer & Friedlander, dótturfélags bankans í Bretlandi, var einnig góð - líkast til best meðal allra banka í Bretlandi. Kaupþing hafði um langt skeið búið sig undir niðursveiflu á verðbréfamörkuðum og þá einkum og sér í lagi á Íslandi enda hafði það blasað við í allnokkur ár að gengi krónunnar var alltof hátt skráð. Til að mæta hugsanlegri niðursveiflu hafði Kaupþing varið eigið fé sitt með því að færa það í erlenda mynt, dregið úr vexti lána til fyrirtækja á Íslandi og gefið eftir markaðshlutdeild á því sviði. Kaupþing hafði ekki markaðssett lán í erlendri mynt. Þá hafði bankinn aukið verðtryggðar eignir í eignasafni sínu á Íslandi og stóraukið hlut innlána í fjármögnun sinni. Um svipað leyti voru óveðurský tekin að hrannast upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og traust þvarr hratt á milli fjármálastofnana. Bankar urðu tregari til að lána hver öðrum og kölluðu inn lán. Að morgni 29. september bárust fréttir af erfiðleikum Glitnis og yfirvöld tilkynntu áform um kaup á 75% hlut í bankanum. Hófst þá atburðarás sem enginn sá fyrir eða gat haft stjórn á. Þetta smitaði út frá sér í íslenska hagkerfinu og krónan hóf frjálst fall. Lánshæfismatsfyrirtæki lækkuðu lánshæfismat ríkisins og íslensku bankanna og erlendir fjárfestar hrundu af stað skriðu þar sem þeir reyndu að losa sig við íslenskar eignir óháð því hversu traustar þær voru. Eftir að breskir innstæðueigendur drógu innstæður sínar úr Icesave, innlánareikningi Landsbankans í Bretlandi tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórnun Landsbankans. Í kjölfar þeirra frétta jókst verulega útflæði innlána hjá Kaupthing Edge í Bretlandi, þrátt fyrir að sá grundvallarmunur væri á Kaupthing Edge og Icesave að Kaupthing Edge var tryggt af breska innstæðutryggingasjóðnum en Icesave af þeim íslenska. Eftir að breski fjármálaráðherrann lýsti því yfir að Íslendingar hygðust ekki standa við skuldbindingar sínar gagnvart breskum innstæðueigendum, tók breska fjármálaeftirlitið Kaupthing Edge af dótturfyrirtæki bankans Kaupthing Singer & Friedlander. Í kjölfar þess var Kaupthing Singer & Friedlander sett í greiðslustöðvun og vísuðu lánadrottnar Kaupþings banka hf. þá til þess að greiðslustöðvun dótturfyrirtækis væri vanefnd samkvæmt ákvæðum lánasamninga móðurfélagsins og því ígildi greiðslufalls. Skipti þá engu að lausafé móðurfélagsins væri nægjanlegt og staða þess góð." Kaupþing banki hefur nú farið þess á leit við Fjármálaeftirlitið að það, í samræmi við heimildir í nýjum lögum nr. 125/2008 sem sett voru vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, taki yfir vald hluthafafundar Kaupþings banka hf. Jafnframt hefur stjórn bankans í heild sinni sagt af sér. Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd sem fer nú með allar heimildir stjórnar. Markmið þessara aðgerða er að tryggja fullnægjandi innanlandsstarfsemi bankans og stöðugleika íslensks fjármálakerfis. Útibú bankans hér á landi verða opin eftir sem áður og stefnt er að því að viðskiptavinir bankans finni eins lítið fyrir breytingum og kostur er. Á meðan skilanefnd fer með málefni bankans er ekki unnt að krefjast aðfarargerðar, kyrrsetningar eða gjaldþrotaskipta gagnvart bankanum. Innköllun til lánardrottna bankans verður ekki gefin út. Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings: "Þegar stjórn Kaupþings banka hf. fór yfir stöðu bankans á vinnufundi dagana 25.-26. september gekk rekstur bankans vel og ljóst þótti að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði góð. Að meðaltali höfðu innlán aukist um tæpa fjóra milljarða króna hvern dag undanfarna sex mánuði. Lausafjárstaða bankans var því góð og áform uppi um að hefja uppkaup á skuldabréfum útgefnum af bankanum. Lausafjárstaða Kaupthing Singer & Friedlander, dótturfélags bankans í Bretlandi, var einnig góð - líkast til best meðal allra banka í Bretlandi. Kaupþing hafði um langt skeið búið sig undir niðursveiflu á verðbréfamörkuðum og þá einkum og sér í lagi á Íslandi enda hafði það blasað við í allnokkur ár að gengi krónunnar var alltof hátt skráð. Til að mæta hugsanlegri niðursveiflu hafði Kaupþing varið eigið fé sitt með því að færa það í erlenda mynt, dregið úr vexti lána til fyrirtækja á Íslandi og gefið eftir markaðshlutdeild á því sviði. Kaupþing hafði ekki markaðssett lán í erlendri mynt. Þá hafði bankinn aukið verðtryggðar eignir í eignasafni sínu á Íslandi og stóraukið hlut innlána í fjármögnun sinni. Um svipað leyti voru óveðurský tekin að hrannast upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og traust þvarr hratt á milli fjármálastofnana. Bankar urðu tregari til að lána hver öðrum og kölluðu inn lán. Að morgni 29. september bárust fréttir af erfiðleikum Glitnis og yfirvöld tilkynntu áform um kaup á 75% hlut í bankanum. Hófst þá atburðarás sem enginn sá fyrir eða gat haft stjórn á. Þetta smitaði út frá sér í íslenska hagkerfinu og krónan hóf frjálst fall. Lánshæfismatsfyrirtæki lækkuðu lánshæfismat ríkisins og íslensku bankanna og erlendir fjárfestar hrundu af stað skriðu þar sem þeir reyndu að losa sig við íslenskar eignir óháð því hversu traustar þær voru. Eftir að breskir innstæðueigendur drógu innstæður sínar úr Icesave, innlánareikningi Landsbankans í Bretlandi tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórnun Landsbankans. Í kjölfar þeirra frétta jókst verulega útflæði innlána hjá Kaupthing Edge í Bretlandi, þrátt fyrir að sá grundvallarmunur væri á Kaupthing Edge og Icesave að Kaupthing Edge var tryggt af breska innstæðutryggingasjóðnum en Icesave af þeim íslenska. Eftir að breski fjármálaráðherrann lýsti því yfir að Íslendingar hygðust ekki standa við skuldbindingar sínar gagnvart breskum innstæðueigendum, tók breska fjármálaeftirlitið Kaupthing Edge af dótturfyrirtæki bankans Kaupthing Singer & Friedlander. Í kjölfar þess var Kaupthing Singer & Friedlander sett í greiðslustöðvun og vísuðu lánadrottnar Kaupþings banka hf. þá til þess að greiðslustöðvun dótturfyrirtækis væri vanefnd samkvæmt ákvæðum lánasamninga móðurfélagsins og því ígildi greiðslufalls. Skipti þá engu að lausafé móðurfélagsins væri nægjanlegt og staða þess góð." Kaupþing banki hefur nú farið þess á leit við Fjármálaeftirlitið að það, í samræmi við heimildir í nýjum lögum nr. 125/2008 sem sett voru vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, taki yfir vald hluthafafundar Kaupþings banka hf. Jafnframt hefur stjórn bankans í heild sinni sagt af sér. Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd sem fer nú með allar heimildir stjórnar. Markmið þessara aðgerða er að tryggja fullnægjandi innanlandsstarfsemi bankans og stöðugleika íslensks fjármálakerfis. Útibú bankans hér á landi verða opin eftir sem áður og stefnt er að því að viðskiptavinir bankans finni eins lítið fyrir breytingum og kostur er. Á meðan skilanefnd fer með málefni bankans er ekki unnt að krefjast aðfarargerðar, kyrrsetningar eða gjaldþrotaskipta gagnvart bankanum. Innköllun til lánardrottna bankans verður ekki gefin út.
Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira