Viðskipti innlent

Ein verstu mistökin í kreppunni að veita Íslandi ekki gjaldeyrislán

Ein af verstu mistökum Bandaríkjanna og Evrópuþjóða í fjármálakreppunni var að veita Íslandi ekki lán upp á 4 milljarða evra sem Ísland sækir nú til Rússlands

Þetta er álit Bronwen Maddox aðaldálkahöfundar breska blaðsins The Times um erlend málefni. Hún segir að það þurfi ekki miklar gáfur til að sjá hverju Rússar séu að slægjast eftir. Hvað er betri umbun í diplómatískum skilningi en að aðstoða NATO-þjóð sem samherjar hennar hafa hafnað.

Maddox tekur fram að Geir Haarde forsætisráðherra hafi sagt að rússneska lánið komi án skilyrða. Hinsvegar megi benda á að staðsetning Íslands í miðju norðanverðu Atlantshafi falli vel að hagsmunum Rússa sem hyggjast hefja olíuvinnslu við Norðurpólinn um leið og ísinn þar hverfur á næstu árum.

Og það sé engin spurning að útréttri hönd Rússa hafi verið vel tekið á Íslandi. Maddox segir ennfremur að Íslendingar séu nú að leika sama leikinn sem gefist hefur þeim svo vel áður. Nota staðsetningu sína til að spila á báðar hliðar. Nefnir hún þorskastríðið 1952 sem gott dæmi um þetta þegar löndunarbann Breta leiddi til miklla viðskipta við Rússland.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×