Viðskipti erlent

Olíutunnan niður fyrir 80 dollara

Verð á olíutunnu féll í dag um sjö dollara og fór rétt niður fyrir 80 dollara á markaði í Bandaríkjunum. Það er í fyrsta sinn sem það gerist á þessu ári.

Áhyggjur af miklum samdrætti í efnhagslífi heimsins eru taldar hafa þessi áhrif á olíuverðið en það var um tíma nærri 150 dölum í sumar. Hefur Alþjóðaorkumálastofnun breytt spá sinni um olíusölu á árinu vegna minnkandi eftirspurnar.

Brent-olían á markaði í Lundúnum er einnig á niðurleið og kostar tunnan af henni nú um 76 og hálfan dollara. Þetta var einnig í fyrsta sinn sem Brent-olían fór niður fyrir 80 dollara á tunnu á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×