Gordon Brown er staurblindur Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. október 2008 12:09 MYND/PA Þverrandi sjón Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, er að verða áhyggjuefni aðstoðarfólks hans og fleiri samferðarmanna. Brown missti með öllu sjónina á öðru auganu í íþróttaslysi þegar hann var 16 ára. Sjónhimnan á hinu er sködduð og alls ekki útilokað að ráðherrann verði blindur með öllu fyrr en síðar. Brown játar sjálfur í viðtali við breska blaðið Telegraph að hann kunni að koma hálfundarlega fyrir sjónir í ræðustól vegna sjónvanda síns, ekki síst vegna þess að lesi hann eitthvað af blaði þurfi hann að snúa höfðinu töluvert til hliðar svo sjáandi augað nýtist. Ýmsir úr aðstoðarliði Browns hafa nefnt dæmi um það sem sjóndepurð ráðamannsins hefur í för með sér. Til dæmis séu öll minnisblöð sem hann skrifar á tölvu með 36 punkta letri og þreföldu línubili auk þess sem rithönd hans fari ört stækkandi. Eftir ræðu sem Brown hélt á vorþingi Verkamannaflokksins fór hann vitlausu megin af sviðinu og lenti í sjálfheldu þar sem hann fann engan útgang. Tómlegt augnaráð og þvingað bros Nýlega framkvæmdi forsætisráðherrann liðsskoðun hjá her hennar hátignar og þurftu menn þá að bregða skjótt við og kippa John Reid, fyrrum innanríkisráðherra Bretlands, til hliðar þar sem sýnt þótti að Brown myndi ekki gera greinarmun á honum og hermönnunum. Þessar uppljóstranir eru tilraun til að útskýra undarlega framkomu ráðherra í viðtölum og á öðrum opinberum vettvangi þar sem hann starir oft að því er virðist tómlega fram fyrir sig og bregður upp þvinguðu brosi. „Þú skilur Gordon ekki nema þú getir sett þig í spor manns sem lifir í ótta við að verða staurblindur á hverri stundu," sagði vinur ráðherrans blaðamanni Telegraph. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Þverrandi sjón Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, er að verða áhyggjuefni aðstoðarfólks hans og fleiri samferðarmanna. Brown missti með öllu sjónina á öðru auganu í íþróttaslysi þegar hann var 16 ára. Sjónhimnan á hinu er sködduð og alls ekki útilokað að ráðherrann verði blindur með öllu fyrr en síðar. Brown játar sjálfur í viðtali við breska blaðið Telegraph að hann kunni að koma hálfundarlega fyrir sjónir í ræðustól vegna sjónvanda síns, ekki síst vegna þess að lesi hann eitthvað af blaði þurfi hann að snúa höfðinu töluvert til hliðar svo sjáandi augað nýtist. Ýmsir úr aðstoðarliði Browns hafa nefnt dæmi um það sem sjóndepurð ráðamannsins hefur í för með sér. Til dæmis séu öll minnisblöð sem hann skrifar á tölvu með 36 punkta letri og þreföldu línubili auk þess sem rithönd hans fari ört stækkandi. Eftir ræðu sem Brown hélt á vorþingi Verkamannaflokksins fór hann vitlausu megin af sviðinu og lenti í sjálfheldu þar sem hann fann engan útgang. Tómlegt augnaráð og þvingað bros Nýlega framkvæmdi forsætisráðherrann liðsskoðun hjá her hennar hátignar og þurftu menn þá að bregða skjótt við og kippa John Reid, fyrrum innanríkisráðherra Bretlands, til hliðar þar sem sýnt þótti að Brown myndi ekki gera greinarmun á honum og hermönnunum. Þessar uppljóstranir eru tilraun til að útskýra undarlega framkomu ráðherra í viðtölum og á öðrum opinberum vettvangi þar sem hann starir oft að því er virðist tómlega fram fyrir sig og bregður upp þvinguðu brosi. „Þú skilur Gordon ekki nema þú getir sett þig í spor manns sem lifir í ótta við að verða staurblindur á hverri stundu," sagði vinur ráðherrans blaðamanni Telegraph.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira