Innlent

Jóhanna: Endurskoða stjórnarsáttmála með tilliti til ESB

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.

,,Við verðum öll að skoða aðild að Evrópusambandinu með opnum hug," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi fyrir stundu. Reyna verði á aðildarviðræður þar sem þjóðin hefur úrslitavald um inngöngu.

Endurskoða þarf stjórnarsáttmálann með tilliti til Evrópusambandsins, að mati Jóhönnu. ,,Vissulega var ekki samið um þetta meðal stjórnarflokkanna. En þjóðfélagið er breytt frá því sem það var í gær." Hún sagði að ekkert ætti að vera ,,tabú."

Nýfrjálshyggjan hefur beðið hnekki, að mati Jóhönnu sem sagði að markaðslausnir eigi að nota í þágu almannahagsmuna ekki sérhagsmuna. Endurreisa þurfi gildi samhjálpar.

Þá sagði Jóhann mikilvægt að vernda grunnstoðir samfélagsins og slá sjaldborg um velferðar- og menntakerfið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×