Viðskipti innlent

Íslenskar eignir til sölu í Hong Kong og á Macau

Íslensk fyrirtæki og félög er að selja eignir sínar um allan heim og í dag greinir Bloomberg-fréttaveitan frá tveimur íslenskum eignumsem eru til sölu í Hong Kong og á Macau.

Í frétt um málið segir að Sjóvá hafi sett íbúðaturn sinn með 68 íbúðum í Macau til sölu og að verðið sé nokkuð undir núverandi markaðsverði á eigninni. Bloomberg hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að fjárfestar á Macau trúi því að verðið muni lækka enn frekar.

Þá hefur Askar Capital sett í sölu lúxusíbúðir sem félagið á að hluta til í Hong Kong. Verðið sem sett er á þessar íbúðir er 10% lægra en skráð verð var á þeim í júní síðastliðnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×