Vilja ítarlega rannsókn á skuldsetningu bankakerfisins 17. október 2008 18:34 Ögmundur Jónasson er formaður BSRB. MYNDÞÖK Aðalfundur BSRB hafnar því að almennt launafólk beri allan herkostnað af bruðli og óhófi undangenginna ára og vill ítarlega rannsókn á því hverjir eru ábyrgir fyrir skuldsetningu bankakerfisins og þar með þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun bandalagsins sem samþykkt var í dag.Þar segir einnig að miklar hættur steðji að íslensku þjóðfélagi. Hrun fjármálafyrirtækja og hömlur á gjaldeyrisviðskipti hafi þegar valdið miklum búsifjum og geti leitt til keðjuverkandi hruns í atvinnulífinu með atvinnuleysi og þrengingum.Við þær aðstæður þurfi að að efla alla grunnþjónustu og öflugt velferðarkerfi geri okkur kleift að standa af okkur áföllin. Með samstöðu og samheldni muni þjóðinni takast að vinna bug á erfiðleikunum enda undirstöður efnahagslífsins traustar. BSRB segir þó að forsendur samstöðunnar séu jöfnuður og félagslegt réttlæti. Það beri vott um ófyrirleitni og botnlaust dómgreindarleysi þegar hátekjufólk kalli eftir samstöðu lágtekjufólks án þess að heita jafnframt stuðningi við róttækar jöfnunaraðgerðir. Er því hafnað að almennt launafólk beri allann herkostnaðinn af óráðsíu og bruðli undanfarinna ára.Bandalagið segir fjármálamenn og stjórnendur og eigendur fjármálafyrirtækja hafa skuldsett samfélagið á óábyrgan og siðlausan hátt. Krefst BSRB ítarlegrar rannsóknar þar sem leitt verði í ljós hverjir séu ábyrgir fyrir skuldsetningu bankakerfisins og þar með þjóðarinnar. Þá segja samtökin að íslensk stjórnvöld megi ekki rasa um ráð fram og undirrita samninga sem bindi komandi kynslóðir um langa framtíð fyrr en álitamál hafi verið til lykta leidd.BSRB segir að snúa þurfi bökum saman og efla gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, félagsþjónustu og félagslegt húsnæðiskerfi. Þá þurfi að efla löggæslu og almannavarnir. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Aðalfundur BSRB hafnar því að almennt launafólk beri allan herkostnað af bruðli og óhófi undangenginna ára og vill ítarlega rannsókn á því hverjir eru ábyrgir fyrir skuldsetningu bankakerfisins og þar með þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun bandalagsins sem samþykkt var í dag.Þar segir einnig að miklar hættur steðji að íslensku þjóðfélagi. Hrun fjármálafyrirtækja og hömlur á gjaldeyrisviðskipti hafi þegar valdið miklum búsifjum og geti leitt til keðjuverkandi hruns í atvinnulífinu með atvinnuleysi og þrengingum.Við þær aðstæður þurfi að að efla alla grunnþjónustu og öflugt velferðarkerfi geri okkur kleift að standa af okkur áföllin. Með samstöðu og samheldni muni þjóðinni takast að vinna bug á erfiðleikunum enda undirstöður efnahagslífsins traustar. BSRB segir þó að forsendur samstöðunnar séu jöfnuður og félagslegt réttlæti. Það beri vott um ófyrirleitni og botnlaust dómgreindarleysi þegar hátekjufólk kalli eftir samstöðu lágtekjufólks án þess að heita jafnframt stuðningi við róttækar jöfnunaraðgerðir. Er því hafnað að almennt launafólk beri allann herkostnaðinn af óráðsíu og bruðli undanfarinna ára.Bandalagið segir fjármálamenn og stjórnendur og eigendur fjármálafyrirtækja hafa skuldsett samfélagið á óábyrgan og siðlausan hátt. Krefst BSRB ítarlegrar rannsóknar þar sem leitt verði í ljós hverjir séu ábyrgir fyrir skuldsetningu bankakerfisins og þar með þjóðarinnar. Þá segja samtökin að íslensk stjórnvöld megi ekki rasa um ráð fram og undirrita samninga sem bindi komandi kynslóðir um langa framtíð fyrr en álitamál hafi verið til lykta leidd.BSRB segir að snúa þurfi bökum saman og efla gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, félagsþjónustu og félagslegt húsnæðiskerfi. Þá þurfi að efla löggæslu og almannavarnir.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira