Viðskipti innlent

Tilboð Lífeyrissjóðanna tafði stofnun Nýja Kauþings

Finnur Sveinbjörnsson
Finnur Sveinbjörnsson

„Það verður væntanlega strax eftir helgi, á mánudag eða þriðjudag býst ég við," segir Finnur Sveinbjörnsson formaður skilanefndar Kaupþings aðspurður um hvenær rekstur Kaupþings komist í fyrirhugað form.

Aðspurður hversvegna ferlið í kringum Kaupþing hafi tekið svo langan tíma segir Finnur að það séu fyrst og fremst þreifingarnar á milli Lífeyrissjóðanna og Ríkisstjórnarinnar sem hafi staðið í vegi fyrir því.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði eftir Ríkisstjórnarfund í morgun að tilboði Lífeyrissjóðanna hefði verið hafnað þar sem það þótti ekki nógu gott.

Líkt og fram hefur komið í fréttum sendu fimm stærstu Lífeyrissjóðirnir í Kauþing erindi til Ríkisstjórnarinna þar sem ræða átti hugsanleg kaup Lífeyrissjóðanna á innlendu starfsemi Kaupþings.

Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands í gær segir að vandamálin við greiðslur til og frá Íslandi stafi bæði af aðstæðum hér landi og erlendis.

„Gangsetning nýrra banka flýtir því að unnt verði að leysa hnúta sem myndast hafa. Nauðsynlegt er að sem fyrst verði ljóst hvernig starfsemi Kaupþings verði háttað."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×