Innlent

Boða aftur mótmæli eftir viku

Talið er að nokkur hundruð manns hafi komið saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag þar sem fram fóru mótmæli og þess var krafist að Davíð Oddssyni seðlabankastjóra yrði vikið frá störfum.

Það var hópur undir forystu Harðar Torfasonar, Kolfinnu Baldvinsdóttur, Dr. Gunna, Birgis Þórarinssonar og Andra Sigurðssonar sem efndi til mótmælanna. Í fréttatilkynningu frá hópnum, sem kallar sig Nýir tímar - Vertu þátttakandi, sagði að eina leiðin til að þjóðin héldi sjálfsvirðingu sinni nú væri að hún sameinaðist í fjölmennum mótmælum með ein skýr skilaboð til stjórnmálamanna. Þau væru að víkja bæri Davíð Oddssyni úr starfi seðlabankastjóra vegna mistaka hans.

Meðal þeirra sem tóku til máls voru Hörður Torfason, Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor og Þráinn Bertelsson rithöfundur. Sams konar mótmæli hafa verið boðuð eftir viku.










Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×